Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 27

Kjarninn - 14.11.2013, Qupperneq 27
Þ egar gengið er inn á skrifstofur Plain Vanilla við Laugaveg í Reykjavík er augljóst að þar gengur vel. Eftir að hafa þrammað dúklagðan stiga- gang taka við marmaratröppur upp á efstu hæð hússins og þegar komið er á efsta stigapallinn blasir veggbreið ljósmynd við. Við enda myndarinnar er síðan hurð sem er vel merkt fyrirtækinu sem ég heimsæki. Þar ætla ég að ræða við Ými Örn Finnbogason fjármálastjóra um ævintýri síðustu mánaða. Plain Vanilla gaf í síðustu viku út eitt vinsælasta app í heimi fyrir iPhone og iPad. Spurningaleikurinn QuizUp hefur orðið vinsæll á svo skömmum tíma að aðeins fimm dögum eftir að hann varð fyrst aðgengilegur sáu yfirmenn fyrirtækis ins sér ekki annað fært en að auglýsa eftir sjö starfsmönnum í hin ýmsu störf. Í móttökunni er mér boðið góðan daginn og eftir að ég hef kynnt mig býður Hildur Kristín Stefánsdóttir mér kaffi og vill sýna mér vinnuaðstöðuna. Klukkan er langt gengin í tíu á þriðjudagsmorgni en svo virðist sem aðeins sjö af þeim sautján sem vinna hjá Plain Vanilla í Reykjavík séu mættir. Nætur vaktinni yfir vefþjónunum lauk víst ekki fyrr en undir sólarupprás svo að starfsmennirnir eru farnir heim að leggja sig áður en næsta nótt er undirbúin. Í stærsta rýminu er langborð með fjölmörgum vinnu- stöðvum sem hafa það allar sameiginlegt að skarta Apple- breiðskjáum og tölvum í stíl. Þennan morguninn sitja aðeins tveir við langborðið og hafa það verkefni að vakta vefþjóna fyrirtækisins. Í herbergi fyrir innan sitja þrír starfsmenn sem sjá um efnislega þátt appsins. Mér verður starsýnt á tvo tölvuskjái sem sem sýna alls- konar línurit sem virðast vera uppfærð í rauntíma. Mynd- irnar eru kannski 20 og hafa það allar sameiginlegt að sýna einhvers konar jákvæða þróun. Í þann mund sem Hildur Kristín ætlar að sýna mér sjónvarpsholið þar sem starfsmenn fyrirtækisins koma reglulega saman til að horfa á Game of Thrones á Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir leið hjá og tilkynnir okkur um leið að fjöldi notenda sé nú kominn yfir 500 þúsund einstaklinga. Svanhildur Gréta starfar í teyminu sem sér um efnisþætti QuizUp en er, eins og allir sem þarna vinna, hissa á þessum ótrúlegu viðtökum á vörunni. Ætluðu að fara rólega af stað Velgengnin er að mörgu leyti til komin vegna þess að varan er góð, segir Ýmir Örn. Þeir Þorsteinn Baldur Friðriksson for- stjóri hafa undanfarið verið að kynna leikinn fyrir fjár festum og fjölmiðlum í Bandaríkjunum, þar sem helsti markaður fyrirtækisins er. Við Ýmir settumst niður í fundarherberginu og ræddum sprotafyrirtækið sem þeir reka, velgengnina og næstu skref. „Við ætluðum bara að setja þetta rólega af stað, sjá hvort vefþjónarnir myndu ekki höndla þetta og jafnt og þétt auka við markaðsbudduna,“ segir Ýmir. „Við hittum fulltrúa Apple fyrir mánuði og sýndum þeim vöruna. Við vissum að þeir höfðu strax áhuga. Á vefþjónunum sjáum við hvenær nýir spilarar koma inn og Apple hafði aðgang að beta-útgáfunni okkar og við sáum þegar þeir byrjuðu að spila.“ Apple hefur hins vegar þann háttinn á að láta ekki mikið uppi um fyrirætlanir sínar þegar það gefur út nýjar tölvur eða fær ný öpp á markaðinn hjá sér. „Við vissum að þeir voru að íhuga að gefa okkur einhvers konar athygli en vissum það ekkert fyrir víst fyrr en varan kom út í App Store,“ segir Ýmir. Þá var appið sett á lista yfir bestu nýju leikina á markaðnum. Ýmir segir þetta hafa gefið appinu góða spyrnu og hafa sparað Plain Vanilla gríðarlegt fjármagn í markaðsherferð. Hægt er að hlusta á viðtalið við Ými Örn í Kjarnaofninum sem er aðgengilegur 14. nóvember 2013 á www.kjarninn.is/kjarnaofninn. Smelltu hér til að hlusta á þáttinn. gerðu vinsælasta app í heimi Deildu með umheiminum Kjarnaofninn Birgir Þór Harðarson birgir@kjarninn.is 02/02 kjarninn KJARNAOFNiNN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.