Kjarninn - 14.11.2013, Page 32
07/07 kjarninn ALÞJÓðAViðSKipTi
„harkalegar“ á köflum (extremely difficult and hostile at
stages).
Í öðru lagi höfðu stjórnvöld í Lúxemborg ekki stuðning
frá ríkisbankanum BCEE til þess að liðka fyrir viðskiptunum,
en aðkoma bankans var nauðsynleg til þess að kaup LIA á
starfsemi Kaupþings hefðu getað orðið að veruleika. Þegar
þrengja tók að fjármálamörkuðum var töluvert flæði fjár-
magns frá öðrum bönkum í Lúxemborg, meðal annars Fortis-
bankanum, til BCEE. Í skýrslunni er sagt að þetta hafi meðal
annars leitt til erfiðleika í viðræðum í kröfuhafa hópnum.
Þessi afstaða BCEE var meðal annars byggð á einarðri
afstöðu Guy Seyler, þáverandi yfirmanni áhættustýringar
BCEE, gegn því að veita einhverjar ábyrgðir sem gætu leitt til
þess að Líbíumenn í gegnum LIA eignuðust starfsemi Kaup-
þings í Lúxemborg.
bandaríkin innvikluð
Í skýrslunni er fullyrt að Luc Frieden hefði verið hvattur
til þess af yfirvöldum í Bandaríkjunum að skoða mögu-
leikann á því að fá LIA til þess að kaupa starfsemi Kaupþings
í Lúxemborg. Frieden er sagður hafa verið „mjög náinn“
bandarískum yfirvöldum og meðal annars verið í góðu sam-
bandi við sendiherra Bandaríkjanna í Lúxemborg á þessum
tíma, Ann Wagner. Í skýrslunni segir enn fremur að banda-
rísk yfirvöld hafi reynt að þrýsta á um að opnað yrði fyrir
fjárfestingar frá Líbíu í Lúxemborg með hagsmunagæslu
og samtölum en bankageirinn í Lúxemborg hafi ekki verið
móttækilegur fyrir þessari viðleitni.
Smelltu til að lesa
skýrslu um Líbíutengsl
við Kaupþing í Lúxem-
borg