Kjarninn - 14.11.2013, Page 35
03/12 kjarninn STJÓRNMÁL
þRiðji hluti Af
þReMuR
Kristján Guy Burgess,
fyrrverandi aðstoðarmaður
utanríkisráðherra, fjallar
um Ísland í litrófi alþjóða-
stjórnmála í þremur hlutum í
Kjarnanum.
Lestu fyrstu hluta
umfjöllunarinnar:
1. Afsakið hlé
2. Að kunna á landakort
og áttavita
Þ
að skiptir máli að þjóðir berjist af sjálfstrausti
fyrir hagsmuna- og áherslumálum sínum á
alþjóðavettvangi. Hvorki dramb né minnimáttar-
kennd duga til að hafa áhrif, hvort sem um er
að ræða að yrkja markaði fyrir útflutningsvörur
eða að vinna að réttlætismálum. Ávallt þarf að finna réttu
blönduna af raunsæi og hugsjónaeldi til að vinna málum
framgang. Metnaðarleysi í utanríkismálum kemur niður á
hagsmunum Íslands. Þetta höfum við Íslendingar vitað allt
frá dögum Hávamála: Vits er þörf þeim er víða ratar. Dælt er
heima hvað.
Á síðustu fimm árum hefur einbeittri strategíu verið fylgt,
eins og rakið er í þessum greinaflokki. Að styrkja stöðu Íslands
með því að setja norðurslóðir á dagskrá, breikka öryggis-
samstarf við bandamenn og stíga ný skref í tengslum við
mikil vægustu markaði okkar. Þar koma einnig til mikilvægustu
innanlandsmálin eins og hvernig leysa eigi gjaldmiðils vanda Ís-
lands, hvernig komast eigi úr höftum og hvers konar efnahags-
umhverfi eigi að bjóða íslenskum heimilum og fyrirtækjum.
Skýr málflutningur í hagsmuna- og áherslumálum hefur
líka verið ríkur þáttur í utanríkisstefnunni síðustu árin og öll
tækifæri verið nýtt til að vinna þeim framgang. Þetta hefur
verið gert á sama tíma og nauðsynlegt var að skera mikið
niður í utanríkisþjónustunni. Þarna hefur hið hæfileikaríka
starfsfólk utanríkisþjónustunnar unnið af mikilli elju og lagt
nótt við dag við að vinna að íslenskum hagsmunum. Starf
sem á köflum er vanþakklátt en skilar sér með margföldum
ávinningi heim til Íslands.
Ný ríkisstjórn getur látið reka á reiðanum í utanríkis-
málunum og vonað það besta. Hún getur líka veðjað öllu
á einn kost og vanrækt hina en eins og í öðru er skynsemi
fólgin í því að treysta á örugga ávöxtun. Að leggja allt traust
sitt á að bíða eftir næsta lottóvinningi er ekki skynsamlegt.
Þetta á líka við í alþjóðasamskiptunum. Það þarf stöðugt að
leggja inn á diplómatískan innstæðureikning en það þarf
einnig að tala skýrt fyrir íslenskum hagsmunum. Þar er
sjálfstraustið nauðsyn.
Stjórnmál
Kristján Guy Burgess
fyrrverandi
aðstoðarmaður
utanríkisráðherra