Kjarninn - 14.11.2013, Síða 35

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 35
03/12 kjarninn STJÓRNMÁL þRiðji hluti Af þReMuR Kristján Guy Burgess, fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, fjallar um Ísland í litrófi alþjóða- stjórnmála í þremur hlutum í Kjarnanum. Lestu fyrstu hluta umfjöllunarinnar: 1. Afsakið hlé 2. Að kunna á landakort og áttavita Þ að skiptir máli að þjóðir berjist af sjálfstrausti fyrir hagsmuna- og áherslumálum sínum á alþjóðavettvangi. Hvorki dramb né minnimáttar- kennd duga til að hafa áhrif, hvort sem um er að ræða að yrkja markaði fyrir útflutningsvörur eða að vinna að réttlætismálum. Ávallt þarf að finna réttu blönduna af raunsæi og hugsjónaeldi til að vinna málum framgang. Metnaðarleysi í utanríkismálum kemur niður á hagsmunum Íslands. Þetta höfum við Íslendingar vitað allt frá dögum Hávamála: Vits er þörf þeim er víða ratar. Dælt er heima hvað. Á síðustu fimm árum hefur einbeittri strategíu verið fylgt, eins og rakið er í þessum greinaflokki. Að styrkja stöðu Íslands með því að setja norðurslóðir á dagskrá, breikka öryggis- samstarf við bandamenn og stíga ný skref í tengslum við mikil vægustu markaði okkar. Þar koma einnig til mikilvægustu innanlandsmálin eins og hvernig leysa eigi gjaldmiðils vanda Ís- lands, hvernig komast eigi úr höftum og hvers konar efnahags- umhverfi eigi að bjóða íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Skýr málflutningur í hagsmuna- og áherslumálum hefur líka verið ríkur þáttur í utanríkisstefnunni síðustu árin og öll tækifæri verið nýtt til að vinna þeim framgang. Þetta hefur verið gert á sama tíma og nauðsynlegt var að skera mikið niður í utanríkisþjónustunni. Þarna hefur hið hæfileikaríka starfsfólk utanríkisþjónustunnar unnið af mikilli elju og lagt nótt við dag við að vinna að íslenskum hagsmunum. Starf sem á köflum er vanþakklátt en skilar sér með margföldum ávinningi heim til Íslands. Ný ríkisstjórn getur látið reka á reiðanum í utanríkis- málunum og vonað það besta. Hún getur líka veðjað öllu á einn kost og vanrækt hina en eins og í öðru er skynsemi fólgin í því að treysta á örugga ávöxtun. Að leggja allt traust sitt á að bíða eftir næsta lottóvinningi er ekki skynsamlegt. Þetta á líka við í alþjóðasamskiptunum. Það þarf stöðugt að leggja inn á diplómatískan innstæðureikning en það þarf einnig að tala skýrt fyrir íslenskum hagsmunum. Þar er sjálfstraustið nauðsyn. Stjórnmál Kristján Guy Burgess fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.