Kjarninn - 14.11.2013, Page 38
06/12 kjarninn STJÓRNMÁL
siglinga geta orðið mjög mikil á næstu áratugum. Margar
þjóðir sjá tækifærin í auknum umsvifum, olíu- og gasvinnslu
og mögulega styttingu á siglingaleiðum við stærstu markaði
sína á næstu áratugum. Þetta mun hafa áhrif á hið alþjóða-
pólitíska landslag þegar líður á öldina og rétt er að vera við
öllu búin.
Íslendingar eru gjarnir á að líta á tækifærin sem í þessu
liggja, mögulega vinnanlega olíu á Drekasvæðinu eða fyrir
umskipun vegna breyttra siglingaleiða. Hvort tveggja getur
haft mikil áhrif hér á landi en hætturnar eru einnig miklar.
Ef spár helstu bjartsýnismanna um aukin umsvif rætast geta
pólitísk átök á Íslandi farið að snúast um olíuhreinsistöðvar
og nýjar stórskipahafnir í náttúru Íslands.
Fyrir Íslendinga geta mengunarslys valdið óbætanlegum
skaða á okkar dýrmætustu auðlindum. Umhverfismálin eru
því órjúfanlegur hluti af öllum umræðum á norðurslóðum
og má ekki vanrækja. Það er þar af leiðandi stór þáttur í því
hvers vegna Ísland verður að sitja við borðið þar sem allar
ákvarðanir eru teknar um norðurslóðir.
norræn og vestnorræn fjölskyldubönd styrkt
Eitt aðalatriðið í nýju norðurslóðastefnunni er að treysta
sambandið við okkar næstu granna á Grænlandi og Fær-
eyjum. Milli Íslands, Grænlands og Færeyja liggja gagnvegir
sem hafa verið styrktir m.a. með fjölmörgum heimsóknum
og ráðherraþátttöku hjá vestnorræna ráðinu. Mikil tækifæri
eru í viðskiptasamvinnu við Grænland en þar er einnig
nauðsynlegt að gæta varúðar við verkefni sem geta haft mikil
áhrif á gang náttúrunnar. Íslendingar hafa tekið frumkvæði
og ákveðið að styrkja bein tengsl við Grænland, sem sést í
þeirri ákvörðun frá því í byrjun ársins að setja á fót fyrstu
ræðisskrifstofuna á Grænlandi með útsendum sendiherra frá
Íslandi. Sá er fyrsti sendiherrann á Grænlandi.
Fyrir Ísland er rakið að þróa samstarf á Norður-Atlants-
hafinu áfram til að efla til muna samvinnu við keltneskar
frænkur og frændur á Skotlandi og Írlandi sem getur falið í
sér fjöldamörg tækifæri enda margt líkt með skyldum.
„Íslendingar
eru gjarnir á að
líta á tæki færin
sem í þessu
liggja, mögu-
lega vinnan lega
olíu á Dreka-
svæðinu eða
fyrir umskipun
vegna breyttra
siglingaleiða.“