Kjarninn - 14.11.2013, Síða 38

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 38
06/12 kjarninn STJÓRNMÁL siglinga geta orðið mjög mikil á næstu áratugum. Margar þjóðir sjá tækifærin í auknum umsvifum, olíu- og gasvinnslu og mögulega styttingu á siglingaleiðum við stærstu markaði sína á næstu áratugum. Þetta mun hafa áhrif á hið alþjóða- pólitíska landslag þegar líður á öldina og rétt er að vera við öllu búin. Íslendingar eru gjarnir á að líta á tækifærin sem í þessu liggja, mögulega vinnanlega olíu á Drekasvæðinu eða fyrir umskipun vegna breyttra siglingaleiða. Hvort tveggja getur haft mikil áhrif hér á landi en hætturnar eru einnig miklar. Ef spár helstu bjartsýnismanna um aukin umsvif rætast geta pólitísk átök á Íslandi farið að snúast um olíuhreinsistöðvar og nýjar stórskipahafnir í náttúru Íslands. Fyrir Íslendinga geta mengunarslys valdið óbætanlegum skaða á okkar dýrmætustu auðlindum. Umhverfismálin eru því órjúfanlegur hluti af öllum umræðum á norðurslóðum og má ekki vanrækja. Það er þar af leiðandi stór þáttur í því hvers vegna Ísland verður að sitja við borðið þar sem allar ákvarðanir eru teknar um norðurslóðir. norræn og vestnorræn fjölskyldubönd styrkt Eitt aðalatriðið í nýju norðurslóðastefnunni er að treysta sambandið við okkar næstu granna á Grænlandi og Fær- eyjum. Milli Íslands, Grænlands og Færeyja liggja gagnvegir sem hafa verið styrktir m.a. með fjölmörgum heimsóknum og ráðherraþátttöku hjá vestnorræna ráðinu. Mikil tækifæri eru í viðskiptasamvinnu við Grænland en þar er einnig nauðsynlegt að gæta varúðar við verkefni sem geta haft mikil áhrif á gang náttúrunnar. Íslendingar hafa tekið frumkvæði og ákveðið að styrkja bein tengsl við Grænland, sem sést í þeirri ákvörðun frá því í byrjun ársins að setja á fót fyrstu ræðisskrifstofuna á Grænlandi með útsendum sendiherra frá Íslandi. Sá er fyrsti sendiherrann á Grænlandi. Fyrir Ísland er rakið að þróa samstarf á Norður-Atlants- hafinu áfram til að efla til muna samvinnu við keltneskar frænkur og frændur á Skotlandi og Írlandi sem getur falið í sér fjöldamörg tækifæri enda margt líkt með skyldum. „Íslendingar eru gjarnir á að líta á tæki færin sem í þessu liggja, mögu- lega vinnan lega olíu á Dreka- svæðinu eða fyrir umskipun vegna breyttra siglingaleiða.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.