Kjarninn - 14.11.2013, Side 41

Kjarninn - 14.11.2013, Side 41
09/12 kjarninn STJÓRNMÁL Rússland er enn einn markaðurinn sem er vaxandi fyrir íslenska útflutningshagsmuni. Í opinberum tölum stappar nærri að Rússlandsmarkaður sé að taka fram úr Banda- ríkjunum sem næststærsti útflutningsmarkaður fyrir ís- lenskar vörur. Unnið er að fríverslunarsamningi milli EFTA og tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans en þar þarf nokkuð margt að breytast við samningaborðið til að hægt sé að sjá til lands. Þá veldur framganga Rússa í málefnum samkynhneigðra, gagnvart umhverfissamtökum og harkan gagnvart meðlimum Pussy Riot áhyggjum. Ekki er að fullu ljóst hvernig nýr utanríkisráðherra hefur haldið á málum gagnvart Rússum í þessum mikilvægu mannréttinda- málum eða hvernig hann hyggst halda þeim á lofti á næstu vikum og mánuðum. sjávarútvegur grundvallarmál Markviss málflutningur um helstu áherslu- og hagsmuna- mál skiptir miklu þegar þjóðir finna sér stað í samfélagi þjóðanna. Með því vinna þjóðir sér bandamenn og skapa sér stöðu til að vinna að jákvæðum framgangi sinna mála. Þannig er nauðsynlegt fyrir Ísland að halda stöðugt á lofti hagsmunum sjávarútvegsins, styrkja markaðsstarf fyrir sjávarafurðir og vinna nýja markaði. Sjálfbær nýting sjávar- auðlinda, mikilvægi hafréttarins og annar málflutningur um hreinleika afurða og skynsamlega stýringu er nauðsyn- legur fyrir hagsmuni mikilvægustu útflutningsgreinar okkar. Þar má heldur bæta í en hitt. Nauðsynlegt verður að afla nýrra bandamanna og höfða til kaupenda með réttu áherslunum og upprunamerkingum þar sem sýnt er fram á heilnæmar afurðir og skynsamlega veiðistjórnun. Áhrifa- mikil umhverfis samtök gætu orðið öflugur liðsmaður við slíka markaðssetningu á íslenskum fiski. Samkvæmt nýjum fréttum gera forsvarsmenn í sjávar- útvegi ráð fyrir því að jafn mikil verðmæti geti orðið til við betri nýtingu og fullvinnslu á fiski og nú eru flutt út. Það kallar á að hægt verði að flytja þessar nýsköpunarvörur inn á aðra markaði með sem minnstum tilkostnaði. Undir „Markviss mál- flutningur um helstu áherslu- og hagsmunamál skiptir miklu þegar þjóðir finna sér stað í samfélagi þjóð- anna. Með því vinna þjóðir sér bandamenn og skapa sér stöðu.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.