Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 41

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 41
09/12 kjarninn STJÓRNMÁL Rússland er enn einn markaðurinn sem er vaxandi fyrir íslenska útflutningshagsmuni. Í opinberum tölum stappar nærri að Rússlandsmarkaður sé að taka fram úr Banda- ríkjunum sem næststærsti útflutningsmarkaður fyrir ís- lenskar vörur. Unnið er að fríverslunarsamningi milli EFTA og tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans en þar þarf nokkuð margt að breytast við samningaborðið til að hægt sé að sjá til lands. Þá veldur framganga Rússa í málefnum samkynhneigðra, gagnvart umhverfissamtökum og harkan gagnvart meðlimum Pussy Riot áhyggjum. Ekki er að fullu ljóst hvernig nýr utanríkisráðherra hefur haldið á málum gagnvart Rússum í þessum mikilvægu mannréttinda- málum eða hvernig hann hyggst halda þeim á lofti á næstu vikum og mánuðum. sjávarútvegur grundvallarmál Markviss málflutningur um helstu áherslu- og hagsmuna- mál skiptir miklu þegar þjóðir finna sér stað í samfélagi þjóðanna. Með því vinna þjóðir sér bandamenn og skapa sér stöðu til að vinna að jákvæðum framgangi sinna mála. Þannig er nauðsynlegt fyrir Ísland að halda stöðugt á lofti hagsmunum sjávarútvegsins, styrkja markaðsstarf fyrir sjávarafurðir og vinna nýja markaði. Sjálfbær nýting sjávar- auðlinda, mikilvægi hafréttarins og annar málflutningur um hreinleika afurða og skynsamlega stýringu er nauðsyn- legur fyrir hagsmuni mikilvægustu útflutningsgreinar okkar. Þar má heldur bæta í en hitt. Nauðsynlegt verður að afla nýrra bandamanna og höfða til kaupenda með réttu áherslunum og upprunamerkingum þar sem sýnt er fram á heilnæmar afurðir og skynsamlega veiðistjórnun. Áhrifa- mikil umhverfis samtök gætu orðið öflugur liðsmaður við slíka markaðssetningu á íslenskum fiski. Samkvæmt nýjum fréttum gera forsvarsmenn í sjávar- útvegi ráð fyrir því að jafn mikil verðmæti geti orðið til við betri nýtingu og fullvinnslu á fiski og nú eru flutt út. Það kallar á að hægt verði að flytja þessar nýsköpunarvörur inn á aðra markaði með sem minnstum tilkostnaði. Undir „Markviss mál- flutningur um helstu áherslu- og hagsmunamál skiptir miklu þegar þjóðir finna sér stað í samfélagi þjóð- anna. Með því vinna þjóðir sér bandamenn og skapa sér stöðu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.