Kjarninn - 14.11.2013, Page 44
12/12 kjarninn STJÓRNMÁL
Palestínumálið, þar sem Ísland gekk fram fyrir skjöldu
og viðurkenndi sjálfstæði þjóðarinnar, fyrst vestrænna ríkja
og fyrst Evrópuríkja í 25 ár, sýnir líka að Ísland er reiðubúið
að leggja af mörkum til mannréttindabaráttu og fyrir friði. Í
málinu hjó Ísland í sama knérunn og tuttugu árum fyrr þegar
það viðurkenndi endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltsríkjanna.
Ísland getur þannig lagt af mörkum til mikilvægra mála,
gangi það fram af sjálfstrausti en hvorki drambi né minni-
máttarkennd.
nýtt siglingakort eftir Kalda stríðið
Það er nú nýrrar kynslóðar að marka stefnu Íslands gagn-
vart heiminum. Þeir sem harðast standa gegn því að þjóðin
fái að meta hvaða leið sé heppilegust í samskiptunum við
stærsta markað okkar í Evrópu eru þeir sem lengi hafa verið
á velli íslenskra stjórnmála. Þeir ala á ótta og beita kenni-
valdi í utanríkis málunum sem ætti að hafa beðið hnekki í
ljósi reynslunnar. Þeir treystu fyrst og fremst á að Ísland ætti
að freista gæfunnar undir handarjaðri stórveldanna, Sovét-
ríkjanna eða Bandaríkjanna. Þeir voru ekki tilbúnir fyrir nýja
tíma og stjórna nú niðurdrepandi umræðu um stöðu Íslands
í heiminum. Því miður hafa þeir enn mikil áhrif, einkum
innan stjórnmálaflokkanna sem virðast sem í fjötrum
horfinnar heimsmyndar.
Það væri óskandi að þau fjölmörgu sem hafa sótt sér
menntun í hvers kyns alþjóðasamskiptum eða hafa starfs-
reynslu af alþjóðavettvangi blönduðu sér meira í umræðuna
um íslensk utanríkismál til að hægt verði í auknum mæli
að marka brautina út frá sterkri sjálfsmynd og hagsmunum
Íslands fremur en ótta og órökstuddum kreddum.
ÍtArEfni
Fríverslunar-
samningurinn við Kína
Utanríkisráðuneytið
$OOWXPYL²U¨²XUYL²
Evrópusambandið
Utanríkisráðuneytið
Schengen-samningur
Utanríkisráðuneytið
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið