Kjarninn - 14.11.2013, Page 48

Kjarninn - 14.11.2013, Page 48
16/17 kjarninn ALMANNATENGSL bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum, fram að hádegi en þá sendi Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, frá sér fréttatilkynningu þar sem hann baðst afsökunar á framkvæmd miðasölunnar og viðurkenndi að sambandið hefði gert mistök. Þarna gerði Þórir rétt, hann brást við umræðunni tiltölulega snemma og axlaði ábyrgð á málinu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þrátt fyrir að Þórir hafi skrifað „undirritaður tekur alfarið ábyrgð á því að miðasalan fór í gang kl. 4 í nótt“ og „í ljósi þeirrar óánægju sem fram hefur komið er ljóst að það voru mistök og biðst ég afsökunar á því“ er hins vegar erfitt að sjá einlægni í tilkynningu hans. Meirihluti hennar fer í það að fara yfir hvernig miðasölukerfi midi.is hafi ekki ráðið við álagið sem var óumflýjanlegt og þörfina á að stækka Laugardalsvöll. Þessi yfirlýsing Þóris er sem sagt í raun dæmi- gerð ekki-afsökunarbeiðni, hann gerði jú mistök en aðalástæðan liggur í miðasölu- kerfi midi.is og litlum Laugardals velli. Í svona máli skiptir miklu að bregðast við áður en umræðan fer úr böndunum og hugsanlega hefði Þórir náð að kæla umræðuna með einlægri afsökunarbeiðni þar sem hann tæki fulla ábyrgð á málinu. Með því að reyna að verja sig og snúa sig út úr þessu og með því að varpa ábyrgð að hluta yfir á midi.is fer umræðan úr böndunum. Midi.is sendi síðan frá sér yfirlýsingu seinna um daginn þar sem fyrirtækið sagðist vel hafa getað höndlað álagið sem fylgdi miðasölunni. Hvort sem það var rétt eða ekki sýna rannsóknir að almenningur trúir þeim sem hefur óbeina aðkomu að málum, eins og midi. is, miklu frekar en aðalgerandanum, sem er KSÍ í þessu til- felli. Þórir eyddi því í raun restinni af deginum í það að verja sig og vinda ofan af málinu, en trúverðugleiki hans var lítill eftir það sem á undan var gengið. þórir hákonarson

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.