Kjarninn - 14.11.2013, Page 62

Kjarninn - 14.11.2013, Page 62
13/17 kjarninn TRÚMÁL einstakling verða síðan flóknari og fleiri þar til maður sér fyrir sér brjálaðan mann sem teymir sak- laust, leitandi fólk áfram í ruglið. gaf út 1.084 bækur Hubbard var einstaklega virkur penni og hóf þann feril í skóla- blöðum. Seinna urðu skriftir að frama fyrir hann og hann skrifaði vísindaskáldsögur fyrir reyfarablöð sem síðar urðu að bókum og hann seldi bílfarma af þeim. Meira að segja átti hann ennþá metið í heimsmetabók Guiness árið 2006 yfir flestar útgefnar bækur, 1.084 titla. En hann dreymdi um að vera stríðshetja í sjóhernum og land- könnuður. Hann og vinur hans auglýstu eftir mönnum sem hefðu ævintýraþrá til að koma með þeim í reisu til að rannsaka vúdúsiði á Haítí og senda fréttamyndir til Fox úr Karíbahafi. Það var víst ekki ferð til fjár en til marks um þrá- hyggju hans um að vera úti á sjó og hafa fjölda skipa á sínum snærum. Í raun bjó Hubbard að miklu leyti á hafi úti í fjölda ára þegar kirkjan var stofnuð og var nánast landlaus því að hann skuldaði skatta og var hundeltur af yfirvöldum. Breska ríkis- stjórnin hafði hann grunaðan um heilaþvott og almennan óskunda sömuleiðis. Hann hafði til dæmis í huga að setjast að í Ródesíu, núna Simbabve, slá þar Vísindakirkjumynt og breyta landinu í Vísindakirkjuland en það endaði með því að hann var rekinn úr landi grunaður um að skipuleggja valdarán. Meðlimir kirkjunnar hafa barist fyrir trúfrelsi sínu og fengu eftir dúk og disk árið 1993 vottun frá Skattstofunni

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.