Kjarninn - 14.11.2013, Page 65
16/17 kjarninn TRÚMÁL
dramatískar brottfarir
Verst af öllu er að sjálfsögðu ef fólk vill fá að yfirgefa
kirkjuna. Fjölmargir hafa yfirgefið kirkjuna á mjög
dramatískan hátt, jafnvel skilið börn og buru eftir í skjóli
nætur og aldrei snúið aftur, en ef útsendarar kirkjunnar
komast að slíku er voðinn vís. Sea Org-meðlimurinn Valeska
Paris skrifaði fjórtán ára gömul undir milljarðs ára samning
og þremur árum síðar fyrirfór faðir hennar sér. Sagan segir
að hann hafi verið farsæll kaupsýslumaður sem hafi verið
fjórtán ár í kirkjunni og misst í raun allt sitt fé til hennar,
enda reikningarnir fyrir námskeið til að bæta sjálfan sig
himinháir. Þegar eiginkona hans afneitaði kirkjunni í
beinni útsendingu í frönsku sjónvarpi var Valesku skipað
af Miscavige að „aftengjast“; afneita og hætta öllum sam-
skiptum við fjölskylduna sína. Til að tryggja að hún stæði við
þetta kom Miscavige henni fyrir á Freewind-skipi kirkjunnar,
þar sem háttsettir meðlimir fara í frí og halda fín boð. Henni
var lofað að hún yrði þar einungis í tvær vikur til að jafna
sig og aðlagast. Henni var komið fyrir í lítilli káetu sem var
með öryggismyndavél og hvert sem hún fór um borð, hvort
sem var til að vinna eða á klósettið, var öryggisvörður með í
för. Þessar tvær vikur reyndust síðan vera tólf ár um borð á
skipinu. Hún var færð af því árið 2007 og þá í endurhæfingar-
búðir kirkjunnar, en þar er fólki enn frekar refsað fyrir
feilspor, til dæmis að horfa á einhvern með röngum hætti eða
hvá á David Miscavige sjálfan. Skömmu eftir að hafa verið
færð af Freewind náði Valeska að hætta í kirkjunni en hún
lifir í ótta um að fá senda himinháa reikninga um námskeið
sem hún bað aldrei um, enda barn þegar hún byrjaði í kirkj-
unni og hafði ekkert val um að sækja eða ekki.
fólk elt milli fylkja
Ekki er hægt að kalla það margt annað en ofbeldi sem
fólk verður fyrir þegar það vill fá að yfirgefa klaustrin eða
hætta í trúnni, enda er það elt milli fylkja og hrellt það með
hótunum og beinu ofbeldi fyrir það eitt að vilja losna undan
valdi Vísindakirkjunnar. Að halda fólki gegn vilja þess í
ÍtArEfni
Viðtal við Jason Beghe
Ótrúlegt viðtal við leikarann um
inngöngu hans og brotthvarf úr
Vísindakirkjunni
Blogg Marks Rathburn
Rathburn er fyrrverandi
yfirmaður í Vísindakirkjunni.
Viðtal við
David Miscavige
Viðtal á YouTube
Tom Cruise um
Vísinda kirkjuna
Frægt en óskiljanlegt viðtal
Panorama um
Vísindakirkjuna
Úr breska fréttaþættinum
panorama
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið