Kjarninn - 14.11.2013, Síða 65

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 65
16/17 kjarninn TRÚMÁL dramatískar brottfarir Verst af öllu er að sjálfsögðu ef fólk vill fá að yfirgefa kirkjuna. Fjölmargir hafa yfirgefið kirkjuna á mjög dramatískan hátt, jafnvel skilið börn og buru eftir í skjóli nætur og aldrei snúið aftur, en ef útsendarar kirkjunnar komast að slíku er voðinn vís. Sea Org-meðlimurinn Valeska Paris skrifaði fjórtán ára gömul undir milljarðs ára samning og þremur árum síðar fyrirfór faðir hennar sér. Sagan segir að hann hafi verið farsæll kaupsýslumaður sem hafi verið fjórtán ár í kirkjunni og misst í raun allt sitt fé til hennar, enda reikningarnir fyrir námskeið til að bæta sjálfan sig himinháir. Þegar eiginkona hans afneitaði kirkjunni í beinni útsendingu í frönsku sjónvarpi var Valesku skipað af Miscavige að „aftengjast“; afneita og hætta öllum sam- skiptum við fjölskylduna sína. Til að tryggja að hún stæði við þetta kom Miscavige henni fyrir á Freewind-skipi kirkjunnar, þar sem háttsettir meðlimir fara í frí og halda fín boð. Henni var lofað að hún yrði þar einungis í tvær vikur til að jafna sig og aðlagast. Henni var komið fyrir í lítilli káetu sem var með öryggismyndavél og hvert sem hún fór um borð, hvort sem var til að vinna eða á klósettið, var öryggisvörður með í för. Þessar tvær vikur reyndust síðan vera tólf ár um borð á skipinu. Hún var færð af því árið 2007 og þá í endurhæfingar- búðir kirkjunnar, en þar er fólki enn frekar refsað fyrir feilspor, til dæmis að horfa á einhvern með röngum hætti eða hvá á David Miscavige sjálfan. Skömmu eftir að hafa verið færð af Freewind náði Valeska að hætta í kirkjunni en hún lifir í ótta um að fá senda himinháa reikninga um námskeið sem hún bað aldrei um, enda barn þegar hún byrjaði í kirkj- unni og hafði ekkert val um að sækja eða ekki. fólk elt milli fylkja Ekki er hægt að kalla það margt annað en ofbeldi sem fólk verður fyrir þegar það vill fá að yfirgefa klaustrin eða hætta í trúnni, enda er það elt milli fylkja og hrellt það með hótunum og beinu ofbeldi fyrir það eitt að vilja losna undan valdi Vísindakirkjunnar. Að halda fólki gegn vilja þess í ÍtArEfni Viðtal við Jason Beghe Ótrúlegt viðtal við leikarann um inngöngu hans og brotthvarf úr Vísindakirkjunni Blogg Marks Rathburn Rathburn er fyrrverandi yfirmaður í Vísindakirkjunni. Viðtal við David Miscavige Viðtal á YouTube Tom Cruise um Vísinda kirkjuna Frægt en óskiljanlegt viðtal Panorama um Vísindakirkjuna Úr breska fréttaþættinum panorama Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.