Kjarninn - 14.11.2013, Page 70

Kjarninn - 14.11.2013, Page 70
04/07 kjarninn DANMÖRK ákveðið að byggja tónlistarhús Seint á fimmta áratug síðustu aldar hreyfði Eugen Goossens, rektor Tónlistarakademíu Nýja Suður-Wales og stjórnandi Sinfóníu hljómsveitar Sydney, þeirri hugmynd að byggt yrði stórt tónlistarhús í borginni. Nokkrum árum síðar, 1954, var tekin ákvörðun um að byggja slíkt hús og það skyldi rísa á gamalli uppfyllingu við höfnina. Á uppfyllingunni stóð áður virki en á þessum tíma var þar geymsluskemma fyrir sporvagna. Í september 1955 var auglýst samkeppni um útlit og hönnun hússins. Gert var ráð fyrir tveimur sölum, öðrum með 3.000 sætum en hinn skyldi rúma 1.200 gesti. Auk þess áttu að vera einn eða tveir litlir salir fyrir 3-400 manns. 233 tillögur arkitekta frá 32 löndum bárust og voru margir þekktustu arkitektar þess tíma í þeim hópi. Sigurvegarinn var tiltölulega lítt þekktur, tæplega fertugur danskur arkitekt. Jørn Utzon (1918–2008) lauk prófi í arkitektúr frá Konung- legu Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1942. Að námi loknu vann hann á stofu Gunnars Asplund um nokkurra ára skeið. Asplund var þá látinn en á stofunni, sem var ein virtasta arkitektastofa Svíþjóðar á þeim tíma, störfuðu meðal annarra þeir Arne Jacobsen og Poul Henningsen, sem báðir höfðu flúið frá heimalandinu Danmörku á stríðsárunum. Jørn Utzon vann síðar einnig um tíma á teiknistofu Alvars Aalto í Helsinki og árunum eftir stríð ferðaðist hann víða um heim en opnaði árið 1950 eigin teiknistofu í Kaupmannahöfn. Hugmyndir sem áttu sér enga hliðstæðu Þegar samkeppnin um tónlistar- og óperuhús í Sydney var auglýst árið 1955 ákvað Utzon að senda inn tillögu. Teikningar hans voru þó lítið annað en skissur og skorti alla nánari útfærslu. Þær vöktu strax athygli og dómnefndin valdi tillögu hans. Einn dómnefndarmanna sagði í við- tali, eftir að úrslitin í samkeppninni voru tilkynnt, að sér hefði strax orðið ljóst að þær hugmyndir sem arkitektinn hefði sett á blað ættu sér enga hliðstæðu og hús sem byggt yrði eftir þeim myndi vekja heimsathygli. Hann reyndist sannspár. „Á efri árum hlaut Jørn Utzon margvíslegar viður kenningar fyrir verk sín en Óperuhúsið er langþekktasta verk hans; talið meðal merkustu bygginga í heiminum frá 20. öld og er á heimsminjaskrá UNESCO.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.