Kjarninn - 14.11.2013, Side 72

Kjarninn - 14.11.2013, Side 72
06/07 kjarninn DANMÖRK Forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, Joseph Cahill, lagði mikla áherslu á að hefja byggingu hússins sem fyrst, þar sem hann óttaðist að stuðningur stjórnmálamanna og almennings myndi dvína ef langur tími liði áður en framkvæmdir hæfust. Mikil harka var í pólitíkinni í Ástralíu á þessum árum og Cahill taldi að andstæðingar sínir myndu bregða fæti fyrir byggingu Óperuhússins ef þeir gætu. Jarðvegsframkvæmdir hófust í mars 1958 og ári síðar var byrjað á sjálfri byggingunni. Fljótlega kom í ljós að tillaga Jørns Utzon var flókin í framkvæmd. Miklum erfiðleikum olli að súlurnar sem áttu að bera húsið uppi, segllaga skeljarnar fjórtán, reyndust ekki nógu traustar og af þeim sökum varð að endur- gera þær. Ekki hafði verk fræðingum heldur tekist að leysa tæknileg vandamál sem tengdust hússkeljunum og að lokum var það Jørn Utzon sjálfur sem uppgövaði þá tækni sem til þurfti. „Þetta tengist allt appelsínum, ég var að taka í sundur appelsínu þegar ég fékk hugmyndina að útliti hússins og líka þegar tæknin til að byggja ytra byrði hússins laukst upp fyrir mér,“ sagði hann síðar í viðtali. Í þingkosningum 1965 urðu stjórnarskipti í Nýja Suður- Wales, en Robert Askin sem þá varð forsætisráðherra hafði alla tíð haft miklar efasemdir um Óperuhúsið og ráðherra opin berra framkvæmda var mjög andsnúinn Utzon. Svo fór að Utzon hætti allri vinnu við Óperuhúsið árið 1966 vegna deilna við stjórnmálamennina, en kostnaðurinn var þá orðinn meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Utzon fór í fússi, hét því að koma aldrei aftur til Ástralíu og settist að á Mallorca. Framkvæmdirnar stöðvuðust um hríð en arkitektar sem ekki voru á vegum Utzons voru fengnir til að hanna og skipu- leggja húsið að innan. Kostnaðurinn við að innrétta húsið reyndist mjög hár og sérfræðingar reiknuðu síðar út að verkið hefði orðið mun ódýrara ef áætlunum Utzons hefði verið fylgt. bagsværd-kirkjan Meðal verka Jørns Utzon má nefna kirkjuna í Bagsværd á Sjálandi, paustian-húsgagna- verslunina í Kaupmannahöfn, Þinghúsið í Kúvæt, Náttúru- sögusafnið Skagen á Jótlandi og Melli-bankann í Teheran.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.