Kjarninn - 14.11.2013, Síða 73

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 73
07/07 kjarninn DANMÖRK utzon ekki boðið Hinn 20. október 1973 var húsið tekið í notkun við hátíð- lega athöfn, en það gerði Elísabet II (Englandsdrottning), þjóðhöfðingi Ástrala. Jørn Utzon var ekki boðið að vera við staddur og þess var vandlega gætt að nafn hans yrði ekki nefnt við opnunarathöfnina. Breskur ráðherra sem var viðstaddur sagði síðar „að utan er húsið listaverk sem á sér enga hliðstæðu en að innan er það eins og ómerkileg diskó- búlla“. Síðar báðu stjórnvöld í Nýja Suður-Wales Jørn Utzon afsökunar og sæmdu hann sérstakri heiðursorðu. Honum var jafnframt boðið að koma til Sydney og hafa yfirumsjón með breytingum innandyra en þá hafði verið ákveðið að fara að hugmyndum hans varðandi innra skipulag hússins. Jørn Utzon þáði ekki boðið um að koma aftur til Sydney og sá því aldrei þetta verk, sem skóp honum heimsfrægð, fullgert. Hann bjó til æviloka á Mallorca með konu sinni Lis og eignuðust þau tvo syni sem báðir eru arkitektar og eina dóttur sem er þekktur hönnuður. Á efri árum hlaut Jørn Utzon margvíslegar viður- kenningar fyrir verk sín en Óperuhúsið er langþekktasta verk hans; talið meðal merkustu bygginga í heiminum frá 20. öld og er á heimsminjaskrá UNESCO. Í upphafi var gert ráð fyrir því að í húsinu yrðu tveir salir, auk eins eða tveggja minni. Í dag eru í húsinu sex salir sem samtals rúma tæplega sex þúsund manns. Í þeim stærsta eru 2.679 sæti og sá minnsti, sem ber nafn Utzons, hefur sæti fyrir 210 manns. Þótt þessi stóra tónlistarmiðstöð beri heitið Óperuhúsið í Sydney er starfsemin fjölbreytt. Þar hafa fast aðsetur, auk Sydney-óperunnar, Sinfóníuhljómsveit Sydney- borgar, Ástralski þjóðarballettinn og Sydney-leikflokkurinn. Árlega fara fram í húsinu nær tvö þúsund viðburðir, stórir og smáir, og á síðasta ári sóttu um tvær milljónir gesta þessa viðburði. Árlega fara um 300 þúsund manns í skipulagðar skoðunarferðir um húsið og hátt í átta milljónir manna komu í fyrra á svæðið þar sem Óperuhúsið stendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.