Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 80

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 80
03/03 kjarninn piSTiLL s íðustu vikur hefur lögreglan á höfuðborgar- svæðinu staðið fyrir fundum víðs vegar á sínu starfssvæði með lykilfólki á hverju svæði. Þessir fundir hafa verið árviss viðburður undanfarin ár, en á þeim er farið yfir stöðu mála á hverju svæði, þ.e. tíðni afbrota og umferðarslysa borið saman við undan- farin ár og önnur sveitarfélög eða hverfi á höfuðborgar- svæðinu. Jafnframt eru kynntar á þessum fundum niðurstöður úr árlegri könnun sem gerð er meðal íbúa á höfuðborgarsvæðinum, en þar eru meðal annars lagðar fram spurningar um sýnileika lögreglunnar, aðgengi að henni og öryggistilfinningu fólks í sínu hverfi. Á fundunum eru þessi mál síðan rædd frekar og hlustað eftir ábendingum og tillögum frá fulltrúum skóla, foreldrafélaga, íbúasamtaka, félagsmálayfirvalda og annarra lykilaðila á hverjum stað. Til þess að gefa sem flestum tæki- færi til að fylgjast með hafa þessir fundir verið sendir út í beinni útsendingu á netinu í gegnum samfélagsmiðla og þar er einnig hægt að skoða upptökur frá fundunum. ánægjuleg þróun á undanförnum árum Á síðustu árum hefur tilkynntum brotum til lögreglu fækkað umtalsvert á flestum sviðum. Í síðustu samantekt lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tölfræði má sjá að þjófn- uðum hefur fækkað um 8% á þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra, innbrotum um 17%, eignaspjöllum um 6% og ofbeldisbrotum einnig fækkað lítillega. Umferðar slysum hefur aftur á móti fjölgað um 13% milli ára. Þessi þróun var hins vegar ekki að byrja á þessu ári heldur má sjá ef tölur ársins 2013 eru bornar saman við sama tímabil 2010-2012 að þjófnuðum hefur fækkað um 21%, innbrotum um 46%, eigna- spjöllum um 24% og ofbeldisbrotum um 6%. Umferðarslysum hefur á þessum tíma fækkað um 2%. Þessi merkilega þróun hefur ekki vakið mikla athygli fjölmiðla, öfugt við það þegar fréttir hafa borist af fjölgun afbrota á ákveðnum tíma eða svæðum. Stöku fréttir hafa verið fluttar af þessari þróun og þessum upplýsingum jafnvel verið mætt með tortryggni. Þetta geti ekki verið rétt enda sé allt hvort eð er að fara fjandans til. Ekki bara hér á landi Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þessar upplýsingar eru réttar og þetta á sér ekki bara stað hér á landi. Ítarleg umfjöllun var um málið síðla sumars í tímaritinu The Economist undir forsíðufyrirsögninni „The Curious Case of the Fall in Crime“. Þar var reynt að greina helstu ástæður þess að þessi þróun blasti við á flestum stöðum í hinum vestræna heimi. Ýmsar ástæður voru nefndar, m.a. á sviði félagsfræði og forvarna. Ein helsta ástæðan var hins vegar að mati greinarhöfunda betri og öflugri lögregla sem sinnti verkefnum sínum á grunni stefnumótunar og upplýsinga og væri sífellt færari vegna aukinnar menntunar og reynslu að takast á við verkefni sín. Nefndar voru aðgerðir sem byggjast á greiningu á þeim stöðum þar sem búast má við fleiri brotum en annars staðar, svonefndir heitir reitir eða „hotspots“. Slíkar greiningar og aðgerð- ir í kjölfarið hafa ekki bara gefist vel í banda- rískum stórborgum heldur víðast hvar. Einnig var fjallað um nýtingu tölfræði- upplýsinga við slíkar greiningar og stjórnun lögreglunnar á þeim grunni. Jafn- framt voru tækniframfarir nefndar í þessu samhengi, þar á meðal DNA-greiningar, greiningar á farsíma upplýsingum og fleiri og betri öryggismyndavélar. Önnur atriði skipta einnig miklu máli í þessu samhengi og snúa að ýmsum hlutum í samfélagsgerðinni. Þannig hefur neysla ungmenna dregist saman víðast hvar og betur er hugað að ýmsum félagslegum þáttum í umhverfinu. Bætt umgengni, reglubundið viðhald og fegurra umhverfi hefur jákvæð áhrif í þessu sambandi, samanber kenninguna um brotna gluggann (e. broken window theory). Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur einnig fækkað verulega samkvæmt greininni og er það rakið til opinnar umræðu um þau mál og afdráttarlausrar fordæmingar á slíkum brotum meðal almennings. Þá hefur meðvitund samfélagsins fyrir brotum almennt aukist og einstaklingar og fyrirtæki huga mun meira og betur en áður að eigin öryggi með öryggiskerfum, nágrannavörslu og ýmiss konar öryggisviðbúnaði öðrum í verslunum og fyrirtækjum. Slíkt gerir það að verkum að færri tækifæri gefast en ella til að fremja brot. Mikil fækkun hefur t.d. orðið víða á vopnuðum ránum, þar á meðal bankaránum, m.a. vegna margháttaðra öryggisráðstafana sem gerðar eru til að fyrirbyggja rán. Þá hefur bílaþjófnuðum fækkað mikið, sem meðal annars má rekja til þess að erfitt er og jafnvel ómögulegt að stela nýjustu gerðum bíla. Brotum fækkar hins vegar ekki á öllum sviðum og eru kynferðisbrot nefnd sérstaklega í því samhengi, sem og vasa- þjófnaður og búðahnupl. Vasaþjófnaður þar sem hnuplað er dýrum snjallsímum er vandamál um allan heim og ekki er langt síðan lögregluyfirvöld í New York kenndu Apple og snjallsímum þess um aukna tíðni þjófnaða í borginni. Hvað á við hér á landi? Framangreindar skýringar á fækkun afbrota eiga að mörgu leyti vel við þegar horft er til stöðu mála á höfuðborgar- svæðinu. Frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók til starfa í janúarbyrjun 2007 hefur mikil áhersla verið lögð á greiningu upplýsinga og stjórnun lögreglunnar á grunni þeirra upplýsinga. Þetta á við á öllum sviðum, hvort heldur sem horft er til innbrota eða umferðarslysa. Á grunni þessara upplýsinga hefur með markvissum hætti verið tekist á við hvert svið og eftir atvikum svæði fyrir sig, einmitt með það að markmiði að fækka brotum og auka þar með öryggi. Skipulagi var breytt til þess að undirstrika enn frekar áherslu á grenndarlöggæslu og forvarnastarf og til þess að auka jafnframt yfirsýn og ábyrgð stjórnenda á hverju svæði fyrir sig, bæði faglega og fjárhagslega. Þessar breytingar voru tilnefndar til nýsköpunarverðlauna í opinberum rekstri árið 2011, en þá var árangurinn af þessu starfi þegar farinn að koma í ljós. Annað verkefni sem tilnefnt var til nýsköpunarverðlauna sama ár miðaði að því að efla og auka eftirlit og eftirfylgni með virkum brotamönnum. Um var að ræða þverfaglega samvinnu sérfræðinga lögreglu, lögfræðinga, lögreglu- manna og félagsfræðinga, sem fólst í greiningu á virkum brotamönnum og þeim úrræðum sem tiltæk voru fyrir hvern og einn þeirra. Markmiðið með þessu verkefni var að fækka afbrotum og beita fyrr og með virkari hætti þeim lagalegu úrræðum sem til staðar voru til að stöðva eins fljótt og kostur væri þá afbrotamenn sem virkastir væru á hverjum tíma. Árangur af þessari framkvæmd, sem verið hefur staðið yfir síðastliðin fjögur ár, hefur verið mikill eins og sjá má í nánari umfjöllun um verkefnið sem aðgengileg er á tengli hér til hliðar. Hugmyndafræði heitu reitanna á hér einmitt við, þó svo að sjónarhornið hér sé brotamennirnir sjálfir. Ýmis önnur atriði skipta miklu máli þegar horft er til þátta sem skýrt geta fækkun afbrota hér á landi. Aukin samvinna lögreglu og lykilaðila í hverju hverfi og sveitar- félagi fyrir sig skiptir miklu máli, en slík samvinna er virk á mörgum sviðum. Hún hefur m.a. ýtt undir nágrannavörslu, sem víða er orðin öflug. Áhersla á einstaklingsbundnar forvarnir í náinni samvinnu við skóla, félagsmálayfirvöld og barnavernd hefur einnig skilað miklu, ekki síst þegar til lengri tíma er litið. Góður árangur í forvarnastarfi í grunn- skólum hefur skilað sér í því að sífellt færri ungmenni neyta áfengis, tóbaks eða annarra vímuefna eins og nýlegar rann- sóknir sýna og forvarnastarf í framhaldsskólum er sífellt að eflast. Þyngri refsingar ekki áhrifavaldur Lykillinn að þessum árangri hér á landi er í grundvallar- atriðum sá sami og annars staðar. Þar skiptir mestu máli betri og skipulagðari löggæsla sem stýrt er á grunni upplýs- inga, aukin menntun lögreglumanna, þekking og ný tækni, öflugt forvarnastarf og ýmsar félagslegar úrbætur í víðum skilningi þess orðs. Samvinna lykilaðila á þessu sviði skiptir í þessu sambandi miklu og undirstrikar til dæmis mikilvægi reglubundinna funda þeirra og lögreglu sem minnst var á hér í upphafi. Það er athyglisvert að lesa það í umfjöllun The Economist að þyngri refsingar hafi ekki áhrif í þessu sam- hengi og séu fremur til óþurftar heldur en hitt. Ljóst er engu að síður að enn má gera betur á sviði löggæslu og brotamenn eru duglegir við að finna sér nýjan vettvang þegar þrengir að þeim á einum stað. Þannig hafa brot af ýmsu tagi á netinu aukist, margvíslegar tilraunir eru gerðar á þeim vettvangi til að hafa fé af fólki og fleiri dæmi mætti nefna. Þessi brot eru í dag án efa vanmetin ef einungis er horft til tölfræðigagna lögreglu. Aukin aðkoma sjálfboða- liða að ýmiss konar eftirliti og starfi á vegum lögreglu hefur víða gefið góða raun, til dæmis í Bretlandi og Hollandi. Slíkt hefur gefið lögreglumönnum meiri tíma til að sinna því verk- efni að upplýsa og fyrirbyggja glæpi. Á slíkt sjálfboðaliða- starf hefur lítið sem ekkert reynt hér á landi. Lögreglan hefur að mínu mati átt stóran þátt í því að fækka afbrotum umtalsvert á liðnum árum og hætta er á því að sá mikli niðurskurður sem hún hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár muni hafa áhrif á þennan árangur ef ekki verður brugðist við. Dregið hefur úr frumkvæðisvinnu á mörgum sviðum, sem hefur einmitt skipt miklu í þessari góðu þróun sem nú blasir við. Stöðvun frekari niður skurðar og aukin framlög til löggæslu sem boðuð eru á nýju ári eru því mikið fagnaðarefni og gefa okkur tækifæri til að viðhalda þessum góða árangri og gera enn betur. dularfulla glæpahvarfið piStill Stefán Eiríksson Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Deildu með umheiminum 03/03 ÍtArEfni The Curious Case of the Fall in Crime Leiðari The Economist 20. júlí 2013 Hvert hafa allir bófarnir farið? Grein í The Economist Breytingar á skipulagi löggæslu Verkefni lögreglu sem tilnefnt var til nýsköpunarverðlauna 2011 $²JHU²LUJHJQYLUNXP brotamönnum Verkefni lögreglu sem tilnefnt var til nýsköpunarverðlauna 2011 Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið 55 iNNbRot lægstA tAlA Í eiNuM MÁNuði Hér má sjá frétt um afbrota- tölfræði – þar er m.a. upplýst að innbrot á höfuðborgar- svæðinu sem tilkynnt voru til lögreglu voru 55 í september, sem er lægsta tala í einum mánuði sem mælst hefur í málaskrá lögreglu frá upp- hafi talninga á brotum. Smelltu til að sjá fréttina Smelltu til að sjá upptökur af hverfafundum lögreglunnar Smelltu til að lesa skýrslu um afbrotatölfræði LRH fyrir september síðastliðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.