Kjarninn - 14.11.2013, Page 86

Kjarninn - 14.11.2013, Page 86
05/06 kjarninn DÓMSMÁL eru bornar og segir ákæruna „undurfurðulega“. Jón Ásgeir Jóhannesson sagði í bréfi sem hann sendi mbl.is að hann hefði aldrei verið í „ábyrgð fyrir FL Group hf. eða Hannes Smárason vegna viðskipta með Sterling“. Í ákærunni er hann reyndar ekki vændur um að hafa verið í ábyrgð fyrir FL Group eða Hannes Smárason, heldur Fons. Kjarninn sendi fyrirspurn á Jón Ásgeir um málið sem hann svaraði ekki. Hundruð blaðsíðna af gögnum úr húsleit birt Kjarninn sagði frá því í útgáfu sinni sem kom út 10. október síðastliðinn að rannsókn Sterling-málsins væri lokið og ákvörðun um ákæru væri yfirvofandi. Samhliða voru birt- ar fleiri hundruð blaðsíður af gögnum sem haldlögð voru í húsleit hjá FL Group í nóvember 2008 og höfðu aldrei birst áður. Á meðal gagnanna voru tölvupóstsamskipti þeirra sem skipulögðu ítrekuð viðskipti með Sterling. Þar kom fram að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, sem þá sá um rannsókn á meintum fjármálaglæpum, hefði byrjað að rannsaka millifærsluna, kaup FL Group á Sterling á 15 milljarða króna í október 2005 og sölu Sterling inn í viðtAl við hANNes sMÁRAsoN Í kAstljósi 23. októbeR 2005 jóhanna vilhjálmsdóttir: Hvað með sögusagnir um það að þú hafir án heimildar stjórnar tekið þrjá milljarða og millifært þrjá milljarða út úr fyrir- tækinu á reikning úti í bæ. Ragnhildur [Geirs- dóttir, þáverandi forstjóri FL Group] á sínum tíma á að hafa gert athugasemd við þetta... hannes smárason: Þetta er bara þvæla sÍðAR Í viðtAliNu: jv: Talandi um kaupin á Sterling, þetta er félag sem pálmi Haraldsson í Fons keypti ekki fyrir löngu síðan á fjóra milljarða. Hann er núna að selja ykkur þetta inn í FL Group á 15 milljarða króna. Hvernig geturðu útskýrt þennan stóra mun á þessum stutta tíma? hs: Í fyrsta lagi þá veit ég nú að hann keypti félagið á miklu hærri tölu heldur en fjóra milljarða. sÍðAR Í viðtAliNu: sigmar guðmundsson: Lagði FL Group einhverja peninga inn í það þegar Fons keypti Sterling? hs: Nei, alls ekki. sg: En þú sjálfur? hs: Nei, alls ekki. sg: En félög eða fyrirtæki þér tengd? hs: Neineinei, alls ekki. Samkvæmt heimildum Kjarnans varð Hannes afar reiður þáttarstjórnendunum eftir að slökkt var á myndavélunum. Hann taldi sig ekki hafa komið í viðtal til að ræða hluti á þessum forsendum og lýsti þeirri óánægju með miklum látum. Smelltu til að skoða hundruð blaðsíðna af gögnum og tölvupóstum sem gerð voru upptæk í húsleit í höfuðstöðvum FL Group í nóvember 2008

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.