Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 88

Kjarninn - 14.11.2013, Blaðsíða 88
07/07 kjarninn DÓMSMÁL f yrirgefið mér. Ég laug. Fyrirsögnin þessa pistils hefur ekkert með innihald hans að gera. Hún er aumkunarverð tilraun til að fá lesendur til þess að veita því sem á eftir kemur athygli. Ástæða þessarar örvæntingarfullu blekkingar er sú að höfundur gerir sér grein fyrir að orðið „áfrýjunarleyfi“ verður seint til þess fallið að draga hungruð augu lesenda Kjarnans að því máli sem þó er mikilvægt að fjalla um. Orðið „réttarríki“ yrði kannski betur til þess fallið að heilla en ef þið eruð enn að lesa þá er tilganginum svo sem náð. Réttarríki er fallegt orð. Rétt eins og „lýðræði“ sem enginn myndi þora að hallmæla. Nær allir virðast sammála um að við ættum virða og verja réttarríkið okkar. En hvað þýðir þetta orð? Hugtakið er í raun draumsýn þar sem deilur manna eru leystar með friðsam legum úrlausnum hlutlausra aðila á borð við dóm- stóla. Án réttarríkis er frumskógarlögmálið alls ráðandi. Dæmi: maður skilar ekki vídeóspólu. Eigandi vídeóleigu fer heim til mannsins, brýst inn og tekur spóluna og lemur manninn í hausinn með spólunni í hegningarskyni. Það sem á eftir kemur er í raun treilerinn úr Njálu, þar sem dóttir mannsins sem leigði spóluna kveikir í ruslageymslunni í blokkinni hjá eiganda vídeóleigunnar, sem verður til þess að gamli karlinn í annarri hæð til vinstri ákveður að skera á dekkin á þríhjóli bróðursonar íkveikjukonunnar o.s.frv. Sem sagt: ekki gott! Til þess að réttarríkið gangi upp setjum við meginreglur sem virða skal án undantekninga. Þetta eru reglur á borð við jafnræði málsaðila, sönnunarreglur og málshraða- reglur. Þessar meginreglur móta viðhorf réttarins og hafa leiðbeiningar gildi við lögskýringar. Þær eru einnig mikil- vægur vegvísir í löggjafarstarfi. Reglan um jafnræði málsaðila er falleg mjög. Hún segir okkur að allir skuli jafnir að lögum og fyrir dómi. Þessa grunnreglu íslensks réttar má t.d. finna í 65. gr. stjórnar- skrár sem segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis- uppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Reglan um jafnræði málsaðila gildir um alla þætti reksturs einkamáls, svo sem um meðferð skjala, skýrslutökur og flutning máls fyrir dómi.“ Nú erum við að nálgast það sem mig langar að fjalla um í þessum pistli. Önnur grundvallarregla réttarríkisins er reglan um réttláta málsmeðferð. Sú regla er talin fela í sér rétt til að fá niðurstöðu lægra dómsvalds endurskoðaða fyrir æðri dómstóli. Því hlutverki gegnir Hæstiréttur Íslands, sem fer yfir þá dóma héraðsdómstóla sem er áfrýjað og athugar hvort ástæða sé til að senda málin aftur þangað til frekari vinnslu, til dæmis vegna formgalla. Ef ekki er ákveðið að vísa málum heim í hérað er tekin efnisleg afstaða til deilu- efnisins. Oft eru dómar héraðsdóms staðfestir, stundum er þeim breytt lítillega en á tíðum er þeim hreinlega kollvarpað. Gífurlega mikilvæg vörn réttarríkisins felst í þessari endur- skoðun. Þó eiga ekki allir rétt á slíkri endurskoðun. Eina af þeim takmörkunum sem eru á Íslandi á endur- skoðun æðra dómstóls er að finna í 152. gr. laga um meðferð einkamála. Þar segir að ef mál varði fjárkröfu sé það skil- yrði áfrýjunar að fjárhæð hennar nemi 300.000 krónum. Þessi fjárhæð er uppreiknuð árlega miðað við lánskjara- vísitölu og nemur 734.860 krónum fyrir árið 2013, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hæstaréttar. Sams konar reglu er að finna í lögum um meðferð sakamála. Þetta þýðir á mannamáli að í ýmsum málum eiga einstaklingar ekki rétt á endurskoðun æðri dómstóls vegna þess að fjárkrafa málsins er ekki nægilega há. Um leyfi til áfrýjunar í slíkum málum þarf að sækja sérstaklega til Hæstaréttar, sem veitir ekki rökstuðning fyrir samþykki sínu eða synjun. Þegar fjallað er um mikilvæg réttindi á borð við tjáningar- frelsi má velta fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að hafa slíkar takmarkanir á heimild til áfrýjunar. Tökum sem dæmi dóms- mál þar sem fólk sem stundað hefur friðsamleg mótmæli hefur verið dæmt fyrir óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að láta af mótmælunum. Friðsamleg mótmæli eru mikilvæg bæði lýðræði og réttar- ríkinu og slík tjáning er sérstaklega varin bæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það er því grafalvarlegt mál að áfrýjunarleyfi fáist ekki í slíkum málum þar sem um er að tefla rétti einstaklingsins til að fá endurskoðun á því mikilvæga hagsmunamati er felst í tjáningarfrelsi annars vegar og fyrirvaralausri skyldu til að hlýða fyrirmælum lög- reglu í samræmi við lögreglulög hins vegar. Einnig getur myndast innbyggð skekkja sóknar aðilum til góðs vegna reglna um áfrýjunarleyfi. Tökum dæmi. Karl maður stefnir einstaklingi út af meiðyrðum (hér er sóknaraðili kyngreindur enda virðast það fyrst og fremst vera hörunds sárir karlmenn sem stofna til meiðyrðamála fyrir dómi). Stefnandi krefst einnar milljónar króna í skaða- bætur vegna sinnar meiddu æru. Ef hann tapar málinu fyrir héraðsdómi á hann rétt á að áfrýja þar sem áfrýjunarfjárhæð er ákveðin eftir höfuðstól kröfu, í þessu tilfelli ein milljón króna. Ef hann hins vegar vinnur eru talsverðar líkur á að skaðabætur sem stefnda yrði gert að greiða yrðu undir 734.860 kr., sem er lágmarksfjárhæð hvað áfrýjun varðar. Þá þyrfti dómþoli að lúta því að tjáningarfrelsi hans, sem verndað er með stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu, hefði verið þrengt með ákvörðun dómstóls án þess að hægt væri að fá þá ákvörðun endurskoðaða nema með því að fara bónleiðina til Hæstaréttar og þola mögulega órök- studda neitum við beiðni um leyfi til áfrýjunar. Ekki verður því á það fallist að fullt jafnræði sé með aðilum hvað þetta varðar. Lögmönnum er kunnugt um ýmis dæmi þess að hafnað hefur verið beiðnum um áfrýjun á málum er varða tjáningar- frelsi þar sem héraðsdómstólar dæmdu einstaklingum sem viðhöfðu tjáningu í óhag. Einnig eru dæmi þess efnis að ekki hafi verið fallist á áfrýjunarleyfi í málum er varða frelsis- sviptingu einstaklinga. Þó má þess geta að íslenska ríkinu virðist reynast auðveldara að fá áfrýjunarleyfi í tengslum við slík mál. Þegar svo er komið má spyrja hvort við séum komin út á hálan ís hvað varðar jafnræðisreglu og rétt til réttlátrar málsmeðferðar. fíkniefni hafa áhrif á skuldir heimila dómSmál Katrín Oddsdóttir Héraðsdómslögmaður Deildu með umheiminum 07/07 „Réttarríki er fallegt orð. Rétt eins og „lýðræði“ sem enginn myndi þora að hallmæla. Nær allir virðast sam- mála um að við ættum virða og verja réttarríkið okkar. En hvað þýðir þetta orð?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.