Kjarninn - 14.11.2013, Síða 90

Kjarninn - 14.11.2013, Síða 90
09/11 kjarninn STJÓRNMÁL Reykjavík, Vörður, hélt fund með frambjóðendum í 1. sæti síðastliðinn mánudag þar sem þeir gerðu grein fyrir stefnu- málum sínum í ræðum. Prófkjörsbaráttan hefur einkennst af „baráttu milli hins nýja og gamla í Reykjavík“ eins og einn flokksbundinn sjálf- stæðismaður komst að orði. Þorbjörg Helga og Hildur eru frekar settar í hóp þeirra sem vilja nýjar áherslur á meðan Júlíus Vífill og Halldór eru sagðir ná betur til þeirra sem teljast vera eldri sjálfstæðismenn, að því er heimildarmenn Kjarnans segja. Nokkuð skörp skil virðast vera á milli þess fólks sem telst til baklands frambjóðendanna út frá þessum áherslum. Þorbjörg Helga sagði til að mynda í ræðu sinni að í síð- ustu kosningum hefði fylgi Sjálfstæðisflokksins verið mun minna hjá ungu fólki en því eldra. Þessu þyrfti að breyta ef árangur ætti að nást í kosningunum. „Margir yngstu kjósend anna eru ekki einu sinni tilbúnir að ræða við okkur. Tölurnar tala sínu máli. Við áttum verulega undir högg að sækja meðal yngri kjósenda í síðustu kosningum. Flokkurinn okkar virðist auk þess eiga erfitt með að ná til kvenna. Í ný- legri könnun voru tölurnar svona: Kjósendur undir þrítugu: 19% fylgi. Kjósendur 65 ára og eldri: yfir 40% fylgi,“ sagði Þorbjörg Helga í ræðu sinni og bætti við: „Ég hef áhyggjur af þessu. Það eru stórir, og mikilvægir, hópar borgarbúa sem telja sig ekki eiga samleið með okkur lengur.“ flugvöllurinn ekki stóra málið Viðbúið var að harkalega yrði deilt um flugvöllinn í Vatns mýri í aðdraganda prófkjörsins, allt þar til nýtt samkomulag um flugvöllinn var undirritað. Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðis- flokksins, Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, var í forsvari þegar samkomulagið var kynnt hinn 25. október síðastliðinn. Jón Gnarr borgarstjóri skrifaði einnig undir það fyrir hönd Reykjavíkurborgar eins og Dagur B. Eggerts- son, formaður borgarráðs, Hanna Birna og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fyrir hönd ríkisins og Björgólfur Jóhannsson fyrir hönd Icelandair Group. Í Smelltu til að kynna þér hverjir hafa atkvæðisrétt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.