Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 12

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 12
68/68 kjarninn ViðSKipTi B andaríska tölvuleikjafyrirtækið Zynga hefur tvívegis gert yfirtökutilboð í íslenska leikja- framleiðandann Plain Vanilla á undanförnum vikum. Fyrra tilboðið, sem var lagt fram fyrir um tveimur vikum, hljóðaði upp á 100 milljónir dala, tæplega tólf milljarða króna. Því var hafnað. Forsvarsmenn Zynga komu síðan til Íslands um liðna helgi til að gera nýja tilraun til að ganga frá yfirtöku á Plain Vanilla. Heimilidir Kjarnans herma að þá hafi tilboðið verið hækkað umtalsvert en forsvarsmenn Plain Vanilla hafi samt sem áður hafnað því. Þar hafi ekki einungis verð ráðið ferðinni heldur líka faglegur ágreiningur um hvert stefna ætti með aðalvöru Plain Vanilla, spurningaleikinn QuizUp. Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla, vildi ekki tjá sig um málið þegar Kjarninn leitaði eftir því. Quizup slegið í gegn Uppgangur Plain Vanilla á undanförnum mánuðum hefur verið gríðarlegur. Hinn 7. nóvember síðastliðinn hleypti fyr- irtækið af stokkunum QuizUp, spurningaleik fyrir iPhone og iPad, sem er sá vinsælasti sinnar tegundar í heiminum. Hann inniheldur tæplega þrjú hundruð efnisflokka og meira en 100 þúsund spurningar. Og leikurinn er frír. Leikurinn sló, vægt til orða tekið, í gegn. Á rúmum mánuði hafa yfir fjórar milljónir manna náð sér í hann. Hann var um tíma vinsælasti app-tölvuleikur í heiminum. Vert er að hafa í huga að útgáfa af honum fyrir snjall- tæki sem ganga fyrir Android-stýrikerfinu er væntanleg á markað. Þá mun væntanlegur kúnnahópur QuizUp stækka margfalt. hefðu margfaldað fjárfestingu sína Skömmu áður en QuizUp var settur í loftið fjárfesti bandaríski fjárfestingasjóðurinn Sequoia Capital tvær milljónir dala, um 240 milljónir króna, í Plain Vanilla. Sequoia fjárfesti meðal annars í Google og Instagram á árdögum þeirra fyrirtækja. Alls hafa áhættu- fjárfestar lagt 5,6 milljónir dala í Plain Vanilla en á meðal annarra fjárfesta í fyrirtækinu eru Davíð Helgason, Greycroft Partners (sem hefur meðal annars fjárfest í Huffington Post), Tencent og Crunchfund (sem hefur meðal annars fjárfest í Tumblr). Ólafur Jóhann Ólafs- son, framkvæmdastjóri hjá TimeWarner og rithöfundur, er einnig á meðal hluthafa. Auk þess á hluti starfsmanna hlut í fyrir tækinu. Á meðal þeirra eru framkvæmdastjórinn Þorsteinn og Ýmir Örn Finnbogason, fjármála- stjóri fyrirtækisins. Ljóst er að ef tilboði Zynga hefði verið tekið hefðu allir fjárfestar margfaldað fjárfestingu sína. Vegna þeirrar velgengni sem Plain Vanilla hefur notið að undanförnu hefur þurft að bæta vel við starfsemina. Á skömmum tíma hefur starfsmönnum fjölgað úr 13 í 33 og enn er auglýst eftir umsóknum í nokkrar stöður á heimasíðu fyrirtækisins. plain vanilla hafnaði risatilboði viðskipti Þórður Snær Júlíusson thordur@kjarninn.is Zynga kEypti Draw SoMEtHing í fyrra á 183 MiLLjónir DaLa Zynga er bandarískt tölvuleikjafyrirtæki sem var stofnað um mitt ár 2007. Vöxtur þess hefur verið ævintýralegur. Þar skiptir velgengni leiksins farmVille mestu, en hann var lengi langmest spilaði tölvuleikurinn á samfélagsmiðlum. Zynga var skráð á bandarískan hlutabréfamarkað í desem ber 2011 á tíu dali á hluta. Gengið hefur fallið töluvert síðan og var í gær um 4,15 dalir á hlut. Margir greinendur og blaðamenn hafa véfengt hversu gott viðskiptamódel Zynga sé. Það hefur hins vegar ekki staðið í vegi fyrir vexti Zynga. fyrirtækið hefur fært út kvíarnar víða og einbeitt sér sérstaklega að borðleikjum, veðmálastarfsemi á netinu og app-leikjum. Zynga keypti til að mynda fyrirtækið OMGpOp í fyrra eftir að leikurinn Draw Something, sem OMGpOp bjó til, sló í gegn á snjalltækjum. alls greiddi Zynga 183 milljónir dala, um 21,5 milljarða króna, fyrir OMGpOp. Vinsældir Draw Something féllu skömmu síðar og Zynga hefur þegar fært niður virði OMGpOp um helming. auk þess hafa margir þeirra starfsmanna OMGpOp sem fylgdu með í kaupunum yfirgefið skútuna. Þeirra á meðal er Dan porter, stofnandi OMGpOp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-4402
Tungumál:
Árgangar:
2
Fjöldi tölublaða/hefta:
57
Gefið út:
2013-í dag
Myndað til:
25.09.2014
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Rafrænt dagblað sem kemur út einu sinni í viku, á fimmtudögum.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað: 17. útgáfa (12.12.2013)
https://timarit.is/issue/365081

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. útgáfa (12.12.2013)

Aðgerðir: