Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 25

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 25
17/21 kjarninn SuðuR-afRÍKa r olihlahla Mandela, einnig þekktur sem Nelson Mandela, lést fimmtudaginn 5. nóvember, 95 ára að aldri. Hann er almennt talinn vera faðir lýð- ræðisins í Suður-Afríku, jafnvel frelsari suður- afrísku þjóðarinnar. Um allan heim hefur hann jafnframt hlotið viðurkenningar fyrir frumkvæði sitt í upp- reisninni gegn aðskilnaðarstefnunni, þar sem manneskjur voru skildar að sökum hörundslitar, í Suður-Afríku á árunum 1948-1994. Fyrir hlutdeild sína í baráttunni gegn aðskilnað- inum sat Mandela í fangelsi í meira en 27 ár og varð þar að andliti og helsta leiðtoga baráttunnar. „Þjóð okkar horfir á eftir sínum dáðasta syni. Samfélag okkar horfir á eftir föður sínum,“ sagði Jacob Zuma, forseti Suður-Afríku, þegar hann tilkynnti andlát Mandela. Mandela fæddist hinn 18. júlí 1918. Hann var síðar nefndur Nelson af kennara sínum en öll afrísk börn fengu á þeim tíma einnig vestrænt nafn. Mandela var tengdur konungs- ætt Xhosa-ættbálksins, sem var vel stæð, og gat því komið sér til mennta. Mandela lagði stund á lögfræði og árið 1944 varð hann félagi í Afríska þjóðarráðinu (ANC), stjórnmála- samtökum sem hann fylgdi alla tíð. Friðsöm barátta í fyrstu Samtökin höfðu verið stofnuð árið 1912 og beitt sér fyrir auknum réttindum meirihluta þjóðarinnar en með litlum ár- angri. Í upphafi fjórða áratugarins fóru stofnendur ANC síð- an að horfa til annarra stjórnmálasamtaka, Natal Indian Con- gress (NIC) sem voru stofnuð 1894 og börðust fyrir réttindum Indverja í Suður-Afríku með góðum árangri. Eitt helsta vopn þeirra samtaka hafði verið borgaraleg óhlýðni – en stofnandi og hugmyndasmiður NIC var Mahatma nokkur Gandhi. Mandela gekk vel að koma sér fyrir innan ANC. Honum var sett það verkefni að stofna og móta ungliðahreyfingu flokksins, en með því varð flokkurinn að eiginlegri fjölda- hreyfingu. Vitundarvakning um frelsi, sjálfsákvörðunarrétt og mannréttindi í kjölfar loka seinni heimsstyrjaldarinn- ar undirbjó einnig jarðveginn fyrir starf hans. En árið suður-aFríka Jónas Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað: 17. útgáfa (12.12.2013)
https://timarit.is/issue/365081

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

17. útgáfa (12.12.2013)

Aðgerðir: