Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 55

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 55
65/67 kjarninn DaNMÖRK langur aðdragandi Sú atburðarás sem endaði með afsögn Mortens Bødskov í fyrradag hófst í byrjun febrúar í fyrra. Þá hafði verið ákveðið að dómsmálanefnd danska þingins skyldi fara í Kristjaníu ásamt nokkrum yfirmönnum úr lögreglunni, hitta íbúa þar og kynna sér mannlífið og atvinnustarfsemina eins og það var orðað í tilkynningu danska þingsins. Nokkrum dögum áður en þingmennirnir ætluðu að heimsækja svæðið ásamt fylgdarliði var ferðinni hins vegar frestað og sú skýring gefin að einn af yfirmönnum lögreglunnar kæmist ekki þennan tiltekna dag. Meðal þeirra þingmanna sem ætluðu í þessa heimsókn var Pia Kjærsgaard, sem þá var formaður Danska þjóðar- flokksins. Hún hóf stjórnmálaferil sinn í Framfaraflokki Mogens Glistrup 1978 og lét þar mjög að sér kveða, var kjörin á þing 1984. Hún var óformlegur leiðtogi flokksins um nokkurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn þegar flokks formaðurinn Glistrup sat í fangelsi fyrir skattsvik. 1995 sagði hún sig úr Framfara- flokknum og stofnaði Danska þjóðarflokkinn ásamt þremur þingmönnum öðrum, þar á meðal Kristian Thulesen Dahl, núverandi flokkfsformanni. pia ekki örugg í kristjaníu vegna skoðana sinna Pia Kjærsgaard hefur aldrei legið á skoðunum sínum, en flokkur hennar hefur mjög ákveðna stefnu í málefnum innflytjenda og hefur ótal sinnum lýst efasemdum sínum um tilvist Kristjaníusvæðisins og andstöðu við margt sem þar fer fram. Þessar skoðanir hennar og viðhorf urðu til þess að danska leynilögreglan PET taldi sig ekki geta tryggt öryggi hennar í hinni fyrirhuguðu Kristjaníuferð. Leynilögreglan vissi að Kjærsgaard ætlaði með í ferðina og þær upplýsingar hafði PET fengið með því að kíkja í dagbók Kjærsgaard í gegnum tölvukerfi danska þingsins. Að hnýsast þannig í einkabækur þingmanna er hins vegar morten Bødskov Í nokkrum orðum Morten Bødskov er 43 ára, með háskólapróf í stjórnmálafræði og stjórnun. Hefur setið á þingi fyrir Sósíaldemókrata frá árinu 2001 og verið í forystusveit flokksins. Hann varð dómsmálaráð- herra eftir þingkosningarnar 2011.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.