Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 77

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 77
álit nokkur orð í viðbót um póstmódernisma og pólitík Bárður Halldórsson skrifar síðari grein sína um póstmódernisma í slenskir jafnaðarmenn lögðu meir og meir eftir því sem leið á 20. öldina upp úr félagslegum lausnum á vanda láglaunafólks, svo sem verkamannabústöðum, lífeyris- og orlofsgreiðslum, og nálguðust Sjálfstæðis- flokkinn verulega þegar þeir náðu saman um öflugt séreignahúsnæðiskerfi á Viðreisnarárunum, en þá náðu saman framsæknustu og hófsömustu öfl beggja þessara flokka og leiðin virtist þá um stund vera greið til fyrirheitna landsins um afnám sérréttinda, skömmtunar lífsgæða og einokunar sem ævinlega leiðir til og slæst í föruneyti með lénsveldinu. Gert út á ótta Svo kom goðsagan til sögunnar. Lífseigasta goðsaga allra tíma er alltaf sú sama eða tilbrigði við hið sama: Lífsgæð- um okkar er ógnað, tilveru okkar er ógnað og við verðum að grípa til harkalegra aðgerða. Gert er út á óttann um afkomuna. Í fornum samfélögum var þessi goðsaga oft byggð á ótta við nágranna, ótta við náttúruöflin – ótta við guðina. Þessi saga er klædd í ýmsan búning eftir því á hvaða þróunar stigi samfélagið er. Upp úr 1970 komst í tísku meðal náttúruvísinda manna sú kenning að allar auðlindir væru á þrotum. Hér á landi varð aflabrestur eins og verið hefur hér á landi alltaf öðru hvoru eins lengi og heimildir ná til. Íslendingar tóku þá að reyna að stýra fiskveiðum með ýmiss konar höftum – sóknarstýringu og reglum um lengd og búnað fiskiskipa. Svo datt mönnum í hug það snjallræði að úthluta hlutdeild í óveiddum fiski – kvótinn varð til – í fyrstu var hann bundinn við afla liðinna ára og úthlutað árlega samkvæmt tillögum fiskifræðinga. Síðan kom svo gjafa- kvótinn – hinn framseljanlegi veiðiréttur sem um leið varð andlag til veðsetningar. Þá varð fjandinn laus. Ástæðulaust er að rekja þá sögu, en í stuttu máli sagt: Allt byrjaði með kvótanum sem náði hámarki með hruninu. Hér verður aðeins drepið á áhrifin á siðferðið – áhrifin á stjórnmálin – áhrifin á hina pólitísku hugsun á Íslandi. Baráttusamtök fyrir sérhagsmunum Flokkur allra stétta – flokkurinn sem harðast hélt fram rétti allra til bjargálna, markaðsfrelsinu og frels- inu til athafna – flokkurinn sem hampaði hinum allslausu sem börðust til auðlegðar – á la Einar Guðfinnsson og Haraldur Böðvars- son – varð nú baráttusamtök fyrir sérhags- munum, einkaleyfum og lögverndun gegn markaðsbúskap! Ekki mátti setja kvótann á uppboð, ekki mátti setja reglur um frjáls markaðsviðskipti í sjávarútvegi – heldur skyldu öll viðskipti í sjávarútvegi bundin innan fámenns hóps. Það er hollt að hafa í huga að þær breytingar sem gerðar voru til markaðsbúskapar í útflutningi sjávarafurða voru ekki að frumkvæði Davíðs Odds sonar eða annarra af foringjum Sjálfstæðis- flokksins; Jón Baldvin Hannibalsson á þar einn allan heiður og þegar saga þessara ára verður skrifuð verður honum skip- aður miklu hærri sess en hinna lágstigu frjálshyggjumanna sem hafa kennt sig við Eimreiðina en eiga ekkert sameigin- legt með henni – miklu nær væri að kenna þá við hægfærar skreiðarlestir fyrri tíma sem fluttu píningsgróða landeigenda upp í næringarlausar sveitirnar þar sem afturhaldið sat og lagði á ráðin um hvernig hægt væri að koma sem flestum upp á kóngsins brauð með hörðum dómum fyrir litlar sakir. rannsóknarefni Það er reyndar stórmerkilegt rannsóknarefni og hlýtur fyrr eða síðar að verða viðfangefni sagnfræðinga, hvernig Alþýðu flokkurinn undir forystu Jóns Baldvins kemur á frjálsræði í verslun með sjávarafurðir og síðast en ekki sízt hljóta menn að velta því fyrir sér hvað hefði gerst ef Jón Baldvin hefði ekki gert út á þorsta Davíðs Oddssonar til valda og keypt stuðning hans við evrópska efnahagssvæðið sem er grundvöllur allra framfara á Íslandi síðustu 20 árin hvort heldur sem er á sviði mannréttinda, velferðar, efnahagsmála eða samgangna og hefur þannig í rauninni orðið jafnvel farsælla Íslendingum heldur en 12 ára Viðreisnarstjórnin og skal þó hvergi dregið úr stuðningi undirritaðs við hana. Líklega verður sú fórn Jóns Baldvins (hann fórnaði forsætis- ráðherrastólnum fyrir málstaðinn) færð á spjöld íslenskrar sögu sem algert einsdæmi og kannski verður það ásamt einurð hans og dirfsku í baráttu Eystrasaltsríkja fyrir frelsi glæsilegasta afrek íslensks stjórnmálamanns á 20. öld. Þetta er verðugt rannsóknarefni fyrir unga sagnfræðinga. endurskrifa söguna Mér kemur reyndar stundum í hug saga af Gerd von Rund- stedt sem átti að hafa við undirbúning innrásarinnar í Frakk- land í upphafi seinni heimsstyrjaldar sópað burtu landa- kortum í stórum skala sem sýndu Frakkland í smáatriðum og öskrað á herforingjaráðið: Látið mig hafa kort í lágum skala – ég vil hafa yfirsýn! Þetta mættu menn gjarnan hafa í huga og fara að endurskrifa söguna með tilliti til þess að flestir eru fyrir nokkuð löngu komnir út úr torfbæjunum og engin þörf að skrifa Íslandssöguna, sakbitinn með brjóstið fullt af trega vegna svika við sveitina eins og skáldin á 4. og 5. áratug síðustu aldar. Hvort tveggja er nauðsynlegt – að hafa nærsýn og yfirsýn. Yfirsýn má ekki glatast. Menn mega ekki gleyma sér við að rýna ofan í þúfurnar. Það þarf líka að sinna gróðurhverfunum! En víkjum þá aftur að pólitík á Íslandi. Nú eru að festast í fylgi nýir flokkar – Björt framtíð og Píratar. Enn virðist Sjálfstæðis- flokkurinn ekki ná því að brjóta af sér helfjötra hagsmunanna. Þar veldur mestu að þar hefur ekki verið unnið að skilgrein- ingum og aðeins örfáir þingmenn þar sem virðast hafa skoðanir (BN, VB) og þora að tala fyrir þeim. Sjálfstæðismenn standa nú frammi fyrir því að þurfa að svara því fyrir hvaða fólk þeir vilja berjast, hvort þeir vilji festa sig sem málsvara sértækra lausna fyrir sérhagsmuni, verja einokun og hafna frelsi til athafna – með öðrum orðum hlaupa undan gunnfána frelsis og híma undir hatti kvótagreifanna – hvort þeir ætli að verða frjálslyndur flokkur opins hagkerfis eða lítið samfélag afturhaldsfólks sem ekki ætlar að standa lengur með litlum manni sem setur mótor í bát og breytir gangi sögunnar... lítill sértrúarsöfnuður VG er sömuleiðis að festa sig sem lítill sértrúar- söfnuður utan um gömul trúarbrögð og hefðir í bland við afdalahyggju og hefur í rauninni ekki upp á neina hugmyndafræði að bjóða nema ein- hvers konar blöndu af blessuðsértusveitinmín og útlendingahatri og verða þótt undarlegt sé með tímanum helst í selskap með þeim hluta Sjálfstæðis- flokksins sem óttast útlendinga og jafnvel hatar þá. Hvað verður þá um Samfylkinguna – þessa best heppnuðu sameiningu vinstrimanna – fram að síðustu kosningum. Hún molnar undan samkeppni frá BF og Pírötum, nema menn leggist þar undir feld og fari í skilgreiningar og sjálfsskoðun og spyrji sig þessarar klassísku spurningar: Með hverjum ætla ég að standa? Hvert er mitt fólk? Er það skuldum sliguð millistétt Íslands eða skuldlausir gamlir flokksgæðingar? Ef svarið er það að flokkurinn ætli að standa með sjónarmiðum Sighvats Björgvins- sonar þá verður næsti landsfundur haldinn á Café Catalina. „Ekki mátti setja kvótann á uppboð, ekki mátti setja reglur um frjáls markaðsviðskipti í sjávarútvegi – heldur skyldu öll viðskipti í sjávar- útvegi bundin innan fámenns hóps.“ „Nú eru að festast í fylgi nýir flokkar – Björt framtíð og Píratar. Enn virðist Sjálfstæðis- flokkurinn ekki ná því að brjóta af sér helfjötra hagsmunanna.“ um höFunDinn Bárður Halldórsson Höfundur kenndi latínu, sögu og ís- lensku við Mennta- skólann á akureyri 1968-1987 en hefur síðan stundað við- skipti í Reykjavík og rekur nú fasteigna- félagið Lindberg og fæst við þýðingar á Ciceró í frístundum. Þetta er síðari grein af tveimur. 01/01 kjarninn áLiT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.