Kjarninn - 12.12.2013, Side 18

Kjarninn - 12.12.2013, Side 18
59/63 kjarninn TOpp 5 pólstjörnumálið: vafasamasta íslandsmetið Í september 2007 sigldi löskuð seglskúta, Pólstjarnan, inn í Fáskrúðsfjarðarhöfn. Um borð voru tveir menn, Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Skömmu eftir að skútan lagðist við höfnina byrjuðu sírenur að blikka og fjöldi sérsveitar- manna stökk fram og handtók mennina tvo ásamt þriðja manninum sem hafði komið til móts við þá á bílaleigubíl. Síðar kom í ljós að lögreglan á Íslandi hafði, í samstarfi við lögregluembætti í öðrum löndum, fylgst með ferðum mannanna og samstarfsmanna þeirra frá því í lok árs 2006. Um borð í skútunni voru alls 23,5 kíló af amfetamíni, tæp 14 kíló af MDMA- dufti og 1.746 MDMA-töflur. Þetta var stærsta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar. Skútunni hafði verið siglt yfir Atlants- hafið af þeim Guðbjarna og Alvari. Þeir voru þó ekki einir að verki. Auk þeirra voru Einar Jökull Einarsson, sem var ákærður fyrir að skipuleggja smyglið, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson og Marinó Einar Árnason ákærðir fyrir að taka þátt í glæpnum. Auk þess var einn maður handtekinn og dæmdur í Færeyjum fyrir aðkomu að málinu. Grunur lék á að annar höfuðpaur hefði skipulagt og fjár- magnað innflutninginn, en Einar Jökull neitaði að upplýsa um hver það væri. Í réttarhöldunum spurði dómari málsins Einar Jökul að því hvernig honum hefði dottið í hug að fá menn til þess að sigla lítilli seglskútu út á opið haf í miðjum september? Einar Jökull sagði að það hefði ekki verið mikið mál. „Þetta þolir allan andskotann.“ Mennirnir voru dæmdir í 18 mánaða til níu og hálfs árs fangelsi. Einar Jökull fékk þyngsta dóminn. #5

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.