Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 27

Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 27
19/21 kjarninn SuðuR-afRÍKa á mótmælendur með þeim afleiðingum að 69 létust og hátt í 200 særðust. Margir virtust hafa verið skotnir í bakið á hlaupum undan lögreglu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og mótmæli, óeirðir og verkföll gengu yfir gervalla Suður-Afríku næstu daga. Alþjóðasamfélagið tók við sér og Sameinuðu þjóðirnar fordæmdu atvikið, sem í dag er kallað fjöldamorðið í Sharpeville. Í kjölfarið skipti Mandela um skoðun á bestu aðferð til árangurs – vopnuð barátta við stjórnvöld væri nauðsynleg. Hann stofnaði því „Umkhonto we Sizwe“ (Spjót þjóðarinnar), vopnaðan arm ANC, sem hóf langvinna skemmdarverkaherferð gegn stjórnvöldum. Í kjölfar þessa atburða voru bæði ANC og PAC voru bannaðir, Mandela handtekinn vegna aðildar sinnar að Spjóti þjóðarinnar og hann að lokum dæmdur í lífstíðarfangelsi. Fangelsisdvölin En Mandela sat ekki eirðarlaus í fangelsi. Hann barðist fyrir réttindum samfanga sinna og lagði stund á frekara lögfræðinám. Þá fór hann að læra tungumál hvíta minnihlutans og fangavarða sinna, afrikaans, til þess að geta átt við þá betri samskipti og vonandi einhvern tímann sannfært þá um ágæti málstaðar síns. Í upphafi níunda áratugarins jókst óróinn í Suður-Afríku jafnt og þétt. Alþjóða samfélagið varð enn háværara í kröfum sínum um að yfir- völd ættu að leysa Mandela úr haldi og alþjóð- legar fjármálastofnanir drógu úr eða hættu alfarið fjárfestingum í landinu. Kreppan var komin og árið 1985 settu stjórnvöld á neyðarlög til þess að takast á við ítrekuð mótmæli og óeirðir meirihlutans. Mandela fór þá sjálfur að leita funda við stjórnvöld og átti hann þó nokkra leynifundi með þeim á meðan hann var enn í fangelsi. vendipunktar í lífi mandela 1918–2013 1918 fæðist í Mvezo-þorpi 18. júlí 1951 Kjörinn forseti ungmennadeildar afríska þjóðarráðsins 1952 Kjörinn forseti þjóðarráðsins 1952 Opnar lögfræðistofu fyrir svarta með Oliver Tambo 1960 fjöldamorðin í Sharpeville 1961 fer í felur og stofnar Spjót þjóðarinnar 1962 fimm ára fangelsisdómur fyrir ögranir og að fara úr landi án vegabréfs 1964 Dæmdur í lífstíðarfangelsi og sendur á Robben-eyju 1990 Látinn laus úr fangelsi af de Klerk 1993 Hlýtur friðarverðlaun Nóbels 1994 Verður forseti Suður-afríku 1999 Lætur af forsetaembætti 2013 andast í Jóhannesarborg 5. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.