Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 53
jólabækurnar –
sumar allavega
15/15 kjarninn BæKuR
Þ
að er umdeilt hversu hollt jólabókaflóðið er fyrir
bókmenntalífið í landinu, en hitt ætti að vera
hafið yfir vafa hvað það er heilnæmt fyrir geð-
heilsu valkvíðinna jólagjafagefenda.
Það er nefnilega hægt að gefa öllum bók, og
þrengja þannig stórlega sviðið sem leita þarf á.
Öllum finnst gott að fá bók í jólagjöf, hef ég fyrir satt.
Meira að segja fólki sem aldrei les bækur þykir gott að aðrir
hafi af því þá mynd að það lesi bækur og þyki gaman að fá
þær að gjöf. Held ég.
Hér er yfirlit það sem ég hef lesið af nýlega útkomnum
bókum í þessu flóði og ábyrgðarlausar vangaveltur um í
hvaða pakka þær ættu helst að rata og hvert ekki.
alla mína stelpuspilatíð
Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir
Mál og menning
alla mína stelpuspilatíð er verulega
glúrin sjálfsævisaga og kannski
öllu fremur sjálfslýsing. Sigríður
Kristín Þorgrímsdóttir hefur lifað
áhugaverða ævi. Einkum erum við
auðvitað forvitin um æskuár hennar
í hinni töfraraunsæislegu Mývatns-
sveit og með þessa litríku og frægu
fjölskyldu (Jakobínu Sigurðardóttur
og Starra í Garði). Því er öllu vel
haldið til skila og hefði dugað í heila
bók sem hefði orðið jafnvel betri en
þessi. Greiningar kaflarnir eru síðri en
sögurnar. Eineltið er hrollvekjandi,
og þá ekki síður sambýlið með hinum
brjálaða afa sem fær þó þann heiðurs-
sess að eiga bókatitilinn.
Sigríður Kristín er flinkur skrifari
og hefur frá merkilegu lífshlaupi að
segja, bæði einstöku og dæmigerðu.
Ég get ómögulega gert upp við mig
hvort það hvað útlit bókarinnar er
unglingabókarlegt er kostur eða galli.
tiL Norðlendinga og áhugafólks um
fólk. Kannski ekki til þeirra sem komu
verst fram við börnin úr Garði, eða
kannski einmitt til þeirra.
ástarsaga íslendinga að fornu
Gunnar Karlsson
Mál og menning
Gunnar Karlsson er skemmtilegur
penni með gott vald á þeim alþýðlega
stíl sem íslenskum fræðimönnum er
blessunarlega ætlað að tileinka sér.
fyrir vikið er ástarsaga Íslendinga
að fornu bæði fjandi skemmtileg og
stórfróðleg bók.
Gunnar hefur sett upp „common
sense“-gleraugun og rennt yfir alla
þá staði í Íslendingasögum, biskupa-
sögum, Sturlungu og álíka heimildum
sem mögulega geta nýst til að skilja
stöðu ástarinnar í íslensku mannlífi
fram til svona 1300. Hann setur líka
góðlátlega og stundum með örlítilli
kaldhæðni ofan í við fræðimenn sem
hafa gert atlögu að sama verkefni en
gleymt gleraugunum heima. ástin
birtist hér í óteljandi myndum, í
hjónaböndum, frillulífi og samkynja.
allt fær þetta sinn skerf af athygli,
ásamt fróðleik um makaval, sam-
þykktarvald forráðamanna, framhjá-
tökur og skilnaðarmál. Stórfínt bara.
tiL Íslendingasagnaunnenda og
sögufróðleiksfúsra. Þeim sem ekkert
eru inni í þeim bókmenntum er betra
að gefa bara Njálu.
Blóð hraustra manna
Óttar Norðfjörð
Vaka Helgafell
Það óvenjulegasta við þennan „by the
numbers“-krimma er að hann skuli
vera sjálfstætt framhald af bíómynd,
og skrifaður að undirlagi handrits-
höfunda myndarinnar. Hvað þetta á
að fyrirstilla veit ég ekki, en kemur
ekkert að sök. allavega háði það
mér ekki hætishót að hafa ekki séð
Borgríki.
Það gengur mikið á hér. Sið-
blindir og sadískir svíðingar frá
Serbíu (svo maður beiti fyrir sig
málsniði Kolbeins Kafteins) vaða um
íslenska fíkniefnaheiminn og blóðið
í hné. Metnaðargjörn lögga tekur við
nýstofnuðu embætti innra eftirlits
löggunnar og kemst, með hjálp eins
af fórnarlömbum Serbanna, flljótlega
á spor háttsetts uppljóstrara. aldrei
leikur neinn vafi á að réttur maður sé í
sigtinu, þetta er ekki svoleiðis krimmi.
Hér er keyrt á viðburðum, ofbeldi
og litríkum karakterum í yfirstærð.
Nokkuð hressandi en allfrumstæð. Vel
heppnuð sem það sem hún er.
tiL Hasarunnenda. Ekki fléttufíkla.
Faldar og skart
Sigrún Helgadóttir
Opna
faldar og skart er gullfalleg bók um
hinn stórmerka faldbúning sem á
eigin lega stærsta tilkallið til þess
að vera „þjóðbúninguriNN“, þar sem
grunngerð hans var kvenbúningur
aldanna meðan upphlutur og peysu-
föt eru 19. og 20. aldar útþynningar.
Hún er pínu sjálfhverf, enda
kveikjan að henni klúbbur sem hefur
faldbúninginn sem viðfangsefni sitt.
Hún er líka pínu kaótísk – af hverju
fyrsti hlutinn er yfirlit yfir Íslandslýs-
ingar útlendra manna er óljóst, þó að
saga hins merka búnings í Victoria
and albert Museum sé æsileg.
Útúrdúrar bera því vitni að höf-
undur treysti ekki alveg meginefninu
til að halda athyglinni, en fyrir mig var
opnan þar sem enn einu sinni er rakin
matarveislan skelfilega sem Jörundur
hundadagakonungur og félagar þoldu
í Viðey lágpunktur bókarinnar. um
leið og fókusinn skerpist á faldbún-
inginn sjálfan færist Sigrún í aukana
og bókin verður mjög forvitnileg.
tiL Hannyrðakvenna, stílista og fólks
sem hefur gaman að fallegum bókum,
burtséð frá efninu. Tæpast til kalla
eins og mín.
Gengið með fiskum
Pálmi Gunnarsson
Uppheimar
Þá vitum við það, pálmi Gunnarsson
getur líka skrifað. Gengið með fiskum
er stórfín lítil minningabók og veiði-
þroskasaga. Bernskuminningarnar
eru kjarnmiklar, viðburðum er lýst
með snerpu og krafti, fólki af næmni
og væntumþykju.
Þó að pálmi sé orðinn eins fágað-
ur og veiðimaður verður er hann enn
heillaður af jafnvel stórkallalegustu
fulltrúum mokveiða og maðka og
margar myndanna af svoleiðis köllum
eru frábærar. Hann veit hvaðan hann
kemur og miðlar því fantavel, þó að
veiðilýsingarnar sjálfar verði dálítið
einhæfar. Nú vantar okkur bara sögu
bassaleikarans, sukkmeistarans og
kallsins á bak við þessa tvo.
tiL Veiðidellufólks og Mannakorns-
aðdáenda. Sem eru nánast allir.
Kannski sleppa stækustu áhangend-
um Björgvins Halldórssonar og
Bubba.
Glæpurinn – ástarsaga
Árni Þórarinsson
JPV
árni Þórarinsson víkur af hefðbund-
inni leið glæpasögunnar í þessari
litlu bók, þó að persónugalleríið sé að
hluta til úr undirheimunum og margt
tekið sér fyrir hendur sem varðar við
lög og siðferði.
árni notar hér skemmtilega agað
frásagnarform til að segja feiknarlega
melódramatíska sögu af afdrifaríkum
degi í lífi sprunginnar fjölskyldu.
Snjöll uppbyggingin gleður meira en
innihaldið og þegar kurlin eru komin
til grafar upp úr miðbiki sögunnar
fjaraði undan áhuga mínum á hörmu-
legum örlögum þessa fólks. Nokkuð
hressandi en pínu „stílæfingarlegt“.
tiL fólks sem heldur að það sé orðið
leitt á krimmum en er það ekki. Ekki
endilega aðdáenda glæpasagna árna.
hlustað
Jón Óttar Ólafsson
Bjartur
Í viti sérhvers manns er fall hans
falið. Þannig bregður það sem Jón
Óttar Ólafsson veit um vinnubrögð og
málsnið íslensku löggunnar fyrir hann
fæti í viðleitni til að skrifa algerlega
týpískan en samt pínu frumlegan
norrænan „hrökkbrauðskrimma“. Og
hver er ekki að reyna það? Í Hlustun
er önuglynda en pínu klára löggan
með skelfilegu lífsreynsluna og ónýta
hjónabandið að skoða ómerkilegt
morðmál sem kemur svo í ljós að
„teygir anga sína upp í efstu lög
samfélagsins“ og á snertipunkta
við alls kyns mein samtímans. En
innanbúðarþekkingin leiðir höfundinn
á refilstigu langlokunnar svo það eru
ekki nema upphaf, endir og glefsur
þar á milli sem virka almennilega.
Já, og aðalpersónur verða að
hafa meira afgerandi einkenni. Vera
sviðaétandi málfarsfasistar eins og
Erlendur, ganga í flottum lopa peysum
eins og Sara Lund eða hafa lært
samskiptahætti sína hjá ánamöðkum
og bónóbóöpum eins og Saga Norén
virðist hafa gert.
Gera betur næst, takk (þríleikur
hefur verið boðaður, væntanlega í
boði Stieg Larsson). Þú getur þetta
Jón!
tiL Þolinmóðs krimmaáhugafólks
með raunsæisblæti. Síður til þeirra
sem vilja lesa jólabókina á einni
vökunótt.
í spor jóns lærða
Hjörleifur Guttormsson (ritstj.)
Hið íslenska bókmenntafélag
Greinasafnið Í spor Jóns lærða líður
fyrir umbúðir sínar og uppruna. Veg-
legar umbúðir (CD og allt!) og gæða-
stimpill Hins íslenska bókmennta-
félags skapa væntingar um að hér
verði sko feitt á stykkinu en ræturnar
(alþýðleg og dálítið „átthaga miðuð“
málþing um Jón vestan lands og
austan) skapa tætingslegan heildar-
svip og halda bókinni á grunnslóð
þegar lesandinn bjóst við þungu og
kjarngóðu efni.
Ég hefði t.d. verið til í að skipta
a.m.k tveimur af greinunum um
Hjaltastaðakirkju og sérstöku yfirliti
um bústaði Jóns á austurlandi út fyrir
þungaviktargrein um hugmyndaheim
lærdómsaldar heima og erlendis og
stöðu Jóns í honum. Og/eða ítarlegar
greinargerðir um Ole Worm og
Brynjólf biskup. Og/eða djúpa úttekt
á málaferlum gegn Jóni. Og úr því
Spánverjavígin og hvalveiðar eru til
umræðu fannst mér heldur rýrt að fá
„ferðasögugrunnaða“ grein um San
Sebastian og erindi um skáldskap
sem byggður er á atburðunum.
æviágripið er ágætt, náttúru-
fræðiyfirlitið skilmerkilegt, þótt
snubbótt sé, og álfafræðin spennandi
(aldrei hef ég áður séð tilurðarsögu
álfa eins og Jón hafði hana, en er nú
eindregið á hans bandi, trúði aldrei á
þetta þvottastúss Evu). allavega: Jón
og öld hans er of merkileg, framandi
og spennandi til að sólunda svona
tækifæri.
tiL austfirðinga og Vestfirðinga og
áhugafólks um Jón lærða sem veit
alls ekkert um hann. Ekki til annarra.
kamban – líf hans og starf
Sveinn Einarsson
Mál og menning
Stóra ævisagan í þessu flóði.
Doðrantur um stórmenni úr fortíðinni.
Gríðarlegur fróðleikur um hálfgleymt
skáld. Mikilvæg bók, skrifuð af nánast
eina manninum sem hefur skoðað
viðfangsefnið og hefur yfirsýn yfir það
svið sem hann starfaði á.
Engu að síður er þetta dálítill
gallagripur, bókin alltsvo. Og Kamban,
auðvitað. Það er vel skiljanleg ákvörð-
un að gera hana fyrst og fremst að
listrænni starfsferilssögu (þó að
maður sakni fyllri myndar af mannin-
um sjálfum og fjölskyldu hans). En að
flokka efnið niður eftir viðfangsefnum
í stað þess að halda sig við tímaraðar-
formið neyðir Svein til að endurtaka
sig í sífellu. Þannig fáum við allt of
samhljóða yfirferð um leikhúsferilinn
í æviágripskaflanum og svo aftur
bæði köflunum um leikskáldið og
leik stjórann Kamban. Þessari form-
hugmynd hefði þurft að velta betur
fyrir sér og hafna henni svo.
Eins er bókin óþægilega „varnar-
ritskennd“, bæði hvað varðar stöðu
Kambans í bókmennta- og leiklist-
arsögunni og í kringum tengsl hans
og samskipti við Þjóðverja/nasista.
Ég hef ekki frekar en Sveinn nokkra
trú á að Kamban hafi verið nasisti.
En Þýskalandsvinur var hann, og
kannski einhvers konar taglhnýtingur,
aðallega vegna fjárhagsörvæntingar
og þeirrar tækifærismennsku sem
einkenndi framgöngu hans.
Sætti maður sig við þessa
vankanta er bókin auðvitað nákvæm-
lega það sem við þurftum, veki þessi
maður áhuga okkar á annað borð.
tiL Bókmennta- og leikhúsáhuga-
fólks. unnenda þungaviktarævisagna.
Varla til annarra.
Deildu með
umheiminum
Bækur
Þorgeir Tryggvason