Kjarninn - 12.12.2013, Blaðsíða 15
35/36 kjarninn STJÓRNMáL
andrúmsloft á fundinum, þar sem skuldaniðurfellingar-
tillögurnar voru til umræðu, sem og hugmyndir um að
minnka til muna barna- og vaxtabótagreiðslur og styrkja í
staðinn heilbrigðiskerfið. Þessu voru þingmenn Framsóknar-
flokksins ekki hrifnir af að langstærstum hluta og ræddu um
nauðsyn þess að breyta þessu, samkvæmt heimildum Kjarn-
ans.
margir vildu að lengra yrði gengið
Áætlunin sem kynnt var í lok nóvember undir yfir-
skriftinni Leiðréttingin gerir ráð fyrir að samtals muni 80
milljarðar fara úr ríkissjóði til þess að lækka verðtryggðar
húsnæðislána skuldir og 70 milljarðar til viðbótar eru skráðir
sem heildarumfang aðgerðar sem gerir fólki kleift að greiða
séreignar sparnað innan á húsnæðislán sín, gegn skatta-
afslætti. Aðgerðirnar eru valkvæðar og því óljóst hversu
mikið umfang aðgerðanna verður þegar upp verður staðið,
en þær dreifast yfir fjögur ár.
Elsa Lára sagði á þingflokksfundinum, samkvæmt heim-
ildum Kjarnans, að margir flokksmanna hefðu bundið vonir
við að skuldir yrðu lækkaðar mun meira en áætlun stjórn-
valda gerir ráð fyrir. Hún sagðist skynja þetta á samtölum
við flokksmenn. Aðrir þingmenn flokksins hafa þó fagnað að-
gerðunum og sagt þær góðar og í takt við það sem uppálagt
var fyrir kosningarnar í vor, og hefur Sigrún Magnúsdóttir,
formaður þingflokksins, meðal annars látið hafa eftir sér að
þingflokkurinn fagni þessum aðgerðum.
Deilt um fjárlög
Mikill titringur var í þingflokki Framsóknarflokksins þegar
tillögur voru lagðar fram um breytingar á fjárlagafrumvarp-
inu fyrir 2. umræðu um það. Í skjali sem Bjarni Benediktsson
fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fyrir fjárlaganefnd
6. desember, kemur fram að breytingar á fjárlagafrum-
varpinu miði meðal annars að því að skera niður framlög
til þróunarmála upp á 700 milljónir króna og barnabætur
upp á 300. Þá er tekið fram að framlög í vaxtabætur og
„Elsa Lára sagði
á þingflokks-
fundinum að
margir flokks-
manna hefðu
bundið vonir við
að skuldir yrðu
lækkaðar mun
meira en áætlun
stjórnvalda
gerir ráð fyrir.“