Kjarninn - 12.12.2013, Side 55

Kjarninn - 12.12.2013, Side 55
65/67 kjarninn DaNMÖRK langur aðdragandi Sú atburðarás sem endaði með afsögn Mortens Bødskov í fyrradag hófst í byrjun febrúar í fyrra. Þá hafði verið ákveðið að dómsmálanefnd danska þingins skyldi fara í Kristjaníu ásamt nokkrum yfirmönnum úr lögreglunni, hitta íbúa þar og kynna sér mannlífið og atvinnustarfsemina eins og það var orðað í tilkynningu danska þingsins. Nokkrum dögum áður en þingmennirnir ætluðu að heimsækja svæðið ásamt fylgdarliði var ferðinni hins vegar frestað og sú skýring gefin að einn af yfirmönnum lögreglunnar kæmist ekki þennan tiltekna dag. Meðal þeirra þingmanna sem ætluðu í þessa heimsókn var Pia Kjærsgaard, sem þá var formaður Danska þjóðar- flokksins. Hún hóf stjórnmálaferil sinn í Framfaraflokki Mogens Glistrup 1978 og lét þar mjög að sér kveða, var kjörin á þing 1984. Hún var óformlegur leiðtogi flokksins um nokkurra ára skeið um miðjan níunda áratuginn þegar flokks formaðurinn Glistrup sat í fangelsi fyrir skattsvik. 1995 sagði hún sig úr Framfara- flokknum og stofnaði Danska þjóðarflokkinn ásamt þremur þingmönnum öðrum, þar á meðal Kristian Thulesen Dahl, núverandi flokkfsformanni. pia ekki örugg í kristjaníu vegna skoðana sinna Pia Kjærsgaard hefur aldrei legið á skoðunum sínum, en flokkur hennar hefur mjög ákveðna stefnu í málefnum innflytjenda og hefur ótal sinnum lýst efasemdum sínum um tilvist Kristjaníusvæðisins og andstöðu við margt sem þar fer fram. Þessar skoðanir hennar og viðhorf urðu til þess að danska leynilögreglan PET taldi sig ekki geta tryggt öryggi hennar í hinni fyrirhuguðu Kristjaníuferð. Leynilögreglan vissi að Kjærsgaard ætlaði með í ferðina og þær upplýsingar hafði PET fengið með því að kíkja í dagbók Kjærsgaard í gegnum tölvukerfi danska þingsins. Að hnýsast þannig í einkabækur þingmanna er hins vegar morten Bødskov Í nokkrum orðum Morten Bødskov er 43 ára, með háskólapróf í stjórnmálafræði og stjórnun. Hefur setið á þingi fyrir Sósíaldemókrata frá árinu 2001 og verið í forystusveit flokksins. Hann varð dómsmálaráð- herra eftir þingkosningarnar 2011.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.