Kjarninn - 09.01.2014, Page 10

Kjarninn - 09.01.2014, Page 10
03/04 kjarninn NEytENDaMáL keyptu inkasso í desember Í desember síðastliðnum keypti DCG síðan innheimtu- fyrirtækið Inkasso, sem hefur meðal annars séð um inn- heimtu fyrir smálánastarfsemi, af Íslensku lögfræðistofunni sem hafði átt fyrirtækið í um þrjú ár. Haukur Örn Birgisson, einn eigenda Íslensku lögfræðistofunnar, hefur starfað sem lögmaður Kredia og Útlána, samtaka smálánafyrirtækja. Haukur staðfesti söluna í samtali við Kjarnann og sagðist ekki lengur vera lögmaður Útlána. Starfsemi þeirra samtaka væri í reynd engin lengur. Hann vildi ekki gefa upp kaup- verðið á Inkasso. Inkasso hefur vaxið hratt síðan félagið var stofnað. Árið 2012 hagnaðist félagið um 22,6 milljónir króna og eignir þess fjórfölduðust á milli ára, og voru 153 milljónir króna. Með kaupunum er DCG orðið eigandi að smálána- fyrirtækjum sem lána fé og innheimtufyrirtækinu sem rukkar inn fyrir þau þegar lán- takar borga ekki. Þá leggjast ýmis innheimtu gjöld við og því mun DCG í raun hagnast á því ef viðskipta vinir Kredía og Smálána borga ekki á réttum tíma. Ekki upplýst um endanlega eigendur Hin blokkin á íslenska smá- lánamarkaðnum er samansett af þremur fyrirtækjum: Hrað- peningum, 1909 og Múla. Þau eru öll í eigu félags sem skráð er á Kýpur og heitir Jumdon Finance Ltd. Forsvarsmaður og framkvæmdastjóri félaganna á Íslandi er Óskar Þor- gils Stefánsson. Þegar Kjarninn setti sig í samband við Óskar og óskaði eftir upplýsingum um endanlega eigendur Jumdon Finance sagðist hann þurfa að senda fyrirspurn á stjórnar menn félagsins á Kýpur vegna málsins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá Óskar til að svara spurningunni um eignarhaldið fékkst slíkt ekki áður en Kjarninn kom út. „Smálánaheimurinn skiptist í tvær blokkir. Annars vegar eru fyrirtækin Kredia og Smálán. Þau eru bæði í skráð í eigu Leifs Alexanders Haralds- sonar. Samkvæmt upp lýsingum Kjarnans er endanlegur eigandi félaganna hins vegar fjárfestir frá Slóvakíu sem heitir Mario Megela.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.