Kjarninn - 09.01.2014, Síða 57

Kjarninn - 09.01.2014, Síða 57
05/06 kjarninn tÓNLiSt greiðslur til listamanna gera það líka. Spotify hefur hins vegar ekki skilað hagnaði hingað til og óvíst er hversu marga áskrifendur þarf til þess. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu, segir Spotify ágætis viðbót við markað inn en eiga langt í land ef hún eigi að koma í staðinn fyrir hefðbundna plötusölu: „Þetta er fín viðbót við markaðinn en eins og staðan er í dag er stafræni markaður- inn víðs fjarri því að geta tekið við af efnis markaðnum til að standa undir kostnað inum við útgáfu á nýrri tónlist.“ Þetta eigi sérstaklega við um nýja útgáfu en fyrir katalóga eldri listamanna sem séu búnir að borga sig upp henti þetta mjög vel. Hann segir áhrifin á tónlistar markaðinn geta verið margþætt og bæði góð og slæm. „Það jákvæða er að þetta virðist ná til hluta kynslóðar sem hefur alist upp við það að stela tónlist á netinu, og fá hana til að borga fyrir tónlistar- notkun. Það neikvæða er að stór- notendur á tónlist sem áður hefðu keypt mikið af plötum gætu nú hætt því og í staðinn einungis greitt áskrift að Spotify eða álíka tónlistarveitu.“ Eiður tekur dæmi af því að ein keypt breiðskífa með tíu lögum skili um 1.500 krónum í heildsölu- verði til rétthafa. Ef sami tónlistar neytandi ákveði hins vegar að hlusta á plötuna á Spotify í staðinn þyrfti hann að hlusta á hana um 200 sinnum til þess að það skilaði sömu upphæð til rétthafa. „Það gefur augaleið að fólk hlustar ekki svo oft á neitt nema örfáar uppáhalds plötur sínar og þess vegna er sláandi munur á framlagi milli keyptrar plötu og spilana á tónlistarveitu.“ snjallsími í stað iPod Símar þjóna orðið margvís- legum tilgangi, til dæmis tón- listarflutningi. Spotify hefur ekki orðið eftir í þeirri þróun og bjóða til dæmis upp á öpp fyrir helstu gerðir snjallsíma og spjaldtölva.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.