Kjarninn - 09.01.2014, Page 57

Kjarninn - 09.01.2014, Page 57
05/06 kjarninn tÓNLiSt greiðslur til listamanna gera það líka. Spotify hefur hins vegar ekki skilað hagnaði hingað til og óvíst er hversu marga áskrifendur þarf til þess. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu, segir Spotify ágætis viðbót við markað inn en eiga langt í land ef hún eigi að koma í staðinn fyrir hefðbundna plötusölu: „Þetta er fín viðbót við markaðinn en eins og staðan er í dag er stafræni markaður- inn víðs fjarri því að geta tekið við af efnis markaðnum til að standa undir kostnað inum við útgáfu á nýrri tónlist.“ Þetta eigi sérstaklega við um nýja útgáfu en fyrir katalóga eldri listamanna sem séu búnir að borga sig upp henti þetta mjög vel. Hann segir áhrifin á tónlistar markaðinn geta verið margþætt og bæði góð og slæm. „Það jákvæða er að þetta virðist ná til hluta kynslóðar sem hefur alist upp við það að stela tónlist á netinu, og fá hana til að borga fyrir tónlistar- notkun. Það neikvæða er að stór- notendur á tónlist sem áður hefðu keypt mikið af plötum gætu nú hætt því og í staðinn einungis greitt áskrift að Spotify eða álíka tónlistarveitu.“ Eiður tekur dæmi af því að ein keypt breiðskífa með tíu lögum skili um 1.500 krónum í heildsölu- verði til rétthafa. Ef sami tónlistar neytandi ákveði hins vegar að hlusta á plötuna á Spotify í staðinn þyrfti hann að hlusta á hana um 200 sinnum til þess að það skilaði sömu upphæð til rétthafa. „Það gefur augaleið að fólk hlustar ekki svo oft á neitt nema örfáar uppáhalds plötur sínar og þess vegna er sláandi munur á framlagi milli keyptrar plötu og spilana á tónlistarveitu.“ snjallsími í stað iPod Símar þjóna orðið margvís- legum tilgangi, til dæmis tón- listarflutningi. Spotify hefur ekki orðið eftir í þeirri þróun og bjóða til dæmis upp á öpp fyrir helstu gerðir snjallsíma og spjaldtölva.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.