Kjarninn - 09.01.2014, Side 32

Kjarninn - 09.01.2014, Side 32
03/06 kjarninn KÍNa stjórar skilja ekki ensku og þá er eina lausnin að vera með kort og benda. Annars er líka gott að ganga og merkingar víðast góðar. Á götum Pekingborgar má sjá allar gerðir bíla en áberandi er hversu þýsku framleiðendurnir eru sjáanleg- ir. Nýlegir Audiar, Bensar og BMW-bílar keyra hljóðlega um – stundum minnir þetta á Ísland fyrir hrun. Þægilegt að ferðast að vetri Þegar ferðast er til Peking fyrri partinn í desember er auðvitað kominn vetur og „off-season“ í ferðaþjónustunni. Sem sagt, frekar kalt og erlendir ferðamenn fáir á ferli. Það breytir samt ekki því að á götum Peking eru mjög margir á ferli á bílum og ýmiss konar hjólum – oft rafmagnsknúnum. Meirihluti ferðamanna í Peking á þessum jaðartíma er Kínverjar frá öðrum hlutum landsins, var mér tjáð. Í miðborginni nærri Torgi hins himneska friðar er alþjóða væðingin sýnileg beint í æð. Sérstak lega er þetta áberandi í Xidan-verslunarhverfinu í mið- borginni. Þar röltir millistéttarfólk um og kaupir sér buxur, boli og skyrtur í H&M og skoðar nýjustu iPad- og iPhone-græjur. Það velur þessi alþjóðlegu merki frekar en ódýrari eftirhermu-útgáfur sem finna má í einungis nokkur hundruð metra fjarlægð í fábrotnari hliðargötum. Ástæðan er aukin velmegun og kaupmáttur. Mér þótti að vísu mun áhugaverðara að skoða mig um í hliðargötunum þar sem kínverski andinn og kúltúr- inn var sýnilegri en hinn alþjóðlegri í Xidan-hverfinu. minjagripir Minjagripasalar á Múrnum. Þarna reynir á prútttæknina, að bjóða fyrst um það bil tíu prósent af uppsettu verði og sjá hvert það leiðir.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.