Kjarninn - 09.01.2014, Side 63

Kjarninn - 09.01.2014, Side 63
04/06 kjarninn ÍÞRÓttiR 5Judit polgarSkák er einhver mesta karlaíþrótt sem til er og fáar konur hafa komist á spjöld sögunnar í þeim heimi. Hinar ungversku Polgar-systur og þá sérstaklega Judit eru undantekningin. Systurnar voru þjálfaðar strax í barnæsku af föður sínum Laszló, sem ákvað að þær ættu ekki að keppa í sérstökum stúlknamótum heldur við strákana. Járnagi Laszló skilaði sér og Judit varð yngsti stórmeistari sögunnar aðeins 15 ára gömul. Polgar hefur aldrei orðið heimsmeistari en hún hefur unnið fjölmörg mót og er eina konan sem hefur sigrað fyrrverandi heimsmeistara á borð við Garry Kasparov, Anatoly Karpov og Viswanathan Anand. Hún er einnig eina konan sem hefur komist á Topp 10 styrk- leikalista FIDE. 4Birgit prinzÞegar Þjóðverjar rufu yfirburði Bandaríkjanna í knattspyrnu upp úr seinustu aldamótum var það að miklu leyti Birgit Prinz, bestu knattspyrnukonu allra tíma, að þakka. Stjörnuframherji Frankfurt sem skor- aði alls 259 mörk í 227 leikjum, vann sex deildartitla, átta bikartitla og þrjá Evrópumeistaratitla. Það er þó frammi- staðan með landsliðinu sem hennar verður minnst fyrir. Með Þýskalandi vann hún tvo heimsmeistaratitla og fimm Evrópumeistaratitla. Eini titillinn sem vantaði í safnið var Ólympíugullið. Þrisvar var hún valin besti leikmaður heims og átta sinnum besti leikmaður þýsku Bundesligunnar. Að öðrum ólöstuðum trónir Prinz á toppnum þegar kemur að knattspyrnu. Smelltu til að horfa á Polgar sigra Garry Kasparov 2002 Smelltu til að horfa á Prinz tryggir Þjóðverjum heimsmeistaratitlinn gegn Brasilíu 2007

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.