Kjarninn - 09.01.2014, Page 84

Kjarninn - 09.01.2014, Page 84
02/05 kjarninn áLit n ú í ársbyrjun 2014 eru 20 ár liðin frá því að Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES). Um er að ræða sameigin- legt markaðssvæði 31 Evrópuríkis sem komið var á með hinum svonefnda EES-samningi hinn 1. janúar 1994. Aðgangur Íslands að innri markaði Evrópu hefur haft afar mikla þýðingu, bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Sem dæmi um breytinguna má nefna að Íslendingar þurftu land- vistar- og atvinnuleyfi utan Norðurlandanna hvort sem þeir leituðu utan til vinnu eða náms. Stundum fengust þessi leyfi ekki. Nú þykir Íslendingum það sjálfsagt að flytja til annarra Evrópulanda vegna náms eða vinnu um lengri eða skemmri tíma. Með EES-samningnum voru Íslendingum tryggð frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagns flutningar, sameiginlegur vinnumarkaður og þar með frjálsir fólks- flutningar. Oft er vísað til þessara þátta sem hins svokallaða fjórfrelsis. Fyrir daga EES-samningsins höfðu menn einkaumboð á Íslandi fyrir ýmsar vörur, sem þýddi í mörgum tilvikum að einokun ríkti með einstakar vörutegundir. Með EES- samningnum voru í fyrsta sinn innleiddar samkeppnisreglur sem veita neytendum nokkra vernd gegn einokunartilburðum. Sem dæmi um ófrelsið sem hér ríkti var að útflutningur sjávarafurða var háður leyfum ríkisins og var ekki að því hlaupið að fá slík leyfi. Þetta var lagfært stuttu áður en samningurinn gekk í gildi. Afleiðingar þessa liggja m.a. í því að Íslendingar höfðu litla reynslu af frjálsum alþjóðlegum viðskiptum sem geta verið mjög ábatasöm. Lík- lega gætir afleiðinganna ennþá. Með hinum nýju gjaldeyris- höftum eru alþjóðleg viðskipti með þátttöku aðila á Íslandi orðin afar erfið og dæmi eru um fyrirtæki á þessu sviði sem hafa neyðst til að flytja starfsemi sína úr landi. „Sem dæmi um ófrelsið sem hér ríkti var að út- flutningur sjávar- afurða var háður leyfum ríkisins.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.