Kjarninn - 09.01.2014, Side 86

Kjarninn - 09.01.2014, Side 86
04/05 kjarninn áLit á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfis- mála, menntamála, vísinda og tæknimála – svo dæmi séu tekin. samkeppnisstaða íslands Nú í ársbyrjun 2014 er brýnt að koma auga á og nýta tækifæri til atvinnuuppbyggingar, nýsköpunar, verðmætasköpunar og aukinnar framleiðni – í hvaða atvinnugrein sem er. Fyrirtæki landsins og það fólk sem þar starfar eru hinir eiginlegu skap- arar verðmætanna sem lífskjör þjóðarinnar byggja á. Annað eru afleiddar stærðir. Þó er til lítils að framleiða verðmæti ef ekki er hægt að koma þeim í verð á markaði. Þess vegna skiptir aðgangur að innri markaði Evrópu höfuðmáli fyrir lífskjör Íslendinga. Evrópusambandið er í mikilli þróun og um leið er EES- samningurinn að úreldast smátt og smátt. Gott dæmi um það er fríverslunarsamningur ESB við Bandaríkin, sem Íslendingar munu ekki eiga aðild að. Við sem á Íslandi búum þurfum ekki aðeins að verjast heldur jafnframt að sækja fram og ná að nýta tækifærin sem bjóðast í hinni hörðu alþjóðlegu samkeppni, meðal annars um fólk og fyrirtæki. Lífskjör okkar í framtíðinni byggjast á því að við stöndum okkur í þessari miklu samkeppni. til mikils að vinna Það voru mistök að slíta aðildarviðræðunum við ESB, sem geta orðið þjóðinni dýrkeypt. Það hefði átt að leiða þær til lykta og fyrir því eru margar góðar ástæður. Sú fyrsta er að málið er og verður þrætuepli þar til úr því fæst skorið hver vilji þjóðarinnar er með atkvæðagreiðslu um samning sem liggur fyrir. Önnur ástæða er sú að okkur er einfald- lega hollt að rýna okkur til gagns þær kröfur sem ESB- ríkin gera til sambandsríkja sinna um góða hagstjórn. Á því byggir stöðugleikinn sem fyrirtækin innan Samtaka iðnaðarins hafa barist fyrir í 20 ár. Sannarlega er til mikils að vinna ef við getum bætt okkur í því efni. Ekki er víst að EES-samningurinn reynist það bjarg sem Íslendingar þurfa

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.