Kjarninn - 13.02.2014, Side 71

Kjarninn - 13.02.2014, Side 71
02/05 kVikmyndir Íslendingar kepptu um drekann Hátíðin hefur ávallt lagt áherslu á kvikmyndaframleiðslu Norðurlandanna og keppa norrænar kvikmyndir um aðal- verðlaun hátíðarinnar: Drekann. Í ár var sviðsljósinu beint sérstaklega að Íslandi. Bæði Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Málmhaus eftir Ragnar Bragason kepptu um Drekann, en auk þess var boðið upp á sýningar á eldri íslenskum kvikmyndum, tónleika með Hjaltalín, um- ræður um kvikmyndagerð landsins og sérstakt „Íslandspartí“. Einnig var í fyrsta skipti veittur sér stakur norrænn heiðursdreki, úthlutað til norræns kvikmyndaleikstjóra sem þykir skara fram úr á sínu sviði. Fyrstur til þess að hljóta þessi verðlaun var enginn annar en Baltasar Kormákur. Meira að segja var Ari Eldjárn fenginn til þess að skemmta við verðlauna- afhendingu hátíðarinnar. Það var því svolítíð eins og Ísland hefði tekið yfir gervalla hátíðina, rétt eins og hátíðin tekur yfir gervalla borgina. Það er því bersýnilegt að íslensk kvikmyndagerð er í mikilli útrás erlendis. Hross í oss kom til Gautaborgar eftir að hafa verið sýnd á fjórtán ólíkum kvikmyndahátíðum – og eftir að hafa meðal annars hlotið verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í San Sebastian og í Tókýó. Málmhaus Ragnars Bragasonar hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og frá Gautaborg tóku við sýningar á kvikmynda- hátíðunum í Rotterdam og Santa Barbara. Miðað við hversu góðar þessar myndir eru og hversu eftir- sóttar þær eru á alþjóðlegum kvikmynda hátíðum um heim allan er frekar leiðinlegt að ekki er hægt að ræða kvikmyndir og kvikmyndagerð á Íslandi á annan hátt en í tengslum við niðurskurð og áhrif hans á iðnaðinn. En það er kannski ekki skrítið að það verði aðalumræðuefnið þegar Kvikmyndasjóður var nýlega skorinn niður um fjörutíu pró- sent – í annað skipti á fjórum árum. „Það að gera mynd fyrir 320.000 manna þjóð [er] svolítið eins og að sýna bíómynd í jólaboði.“ Málmhaus Kvikmynd Ragnars Braga- sonar, með Þorbjörgu Helgu Þorgils dóttur, hefur hlotið mikla athygli á kvikmynda- hátíðinni í Toronto.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.