Kjarninn - 13.02.2014, Qupperneq 71

Kjarninn - 13.02.2014, Qupperneq 71
02/05 kVikmyndir Íslendingar kepptu um drekann Hátíðin hefur ávallt lagt áherslu á kvikmyndaframleiðslu Norðurlandanna og keppa norrænar kvikmyndir um aðal- verðlaun hátíðarinnar: Drekann. Í ár var sviðsljósinu beint sérstaklega að Íslandi. Bæði Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson og Málmhaus eftir Ragnar Bragason kepptu um Drekann, en auk þess var boðið upp á sýningar á eldri íslenskum kvikmyndum, tónleika með Hjaltalín, um- ræður um kvikmyndagerð landsins og sérstakt „Íslandspartí“. Einnig var í fyrsta skipti veittur sér stakur norrænn heiðursdreki, úthlutað til norræns kvikmyndaleikstjóra sem þykir skara fram úr á sínu sviði. Fyrstur til þess að hljóta þessi verðlaun var enginn annar en Baltasar Kormákur. Meira að segja var Ari Eldjárn fenginn til þess að skemmta við verðlauna- afhendingu hátíðarinnar. Það var því svolítíð eins og Ísland hefði tekið yfir gervalla hátíðina, rétt eins og hátíðin tekur yfir gervalla borgina. Það er því bersýnilegt að íslensk kvikmyndagerð er í mikilli útrás erlendis. Hross í oss kom til Gautaborgar eftir að hafa verið sýnd á fjórtán ólíkum kvikmyndahátíðum – og eftir að hafa meðal annars hlotið verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í San Sebastian og í Tókýó. Málmhaus Ragnars Bragasonar hlaut mikla athygli þegar hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto og frá Gautaborg tóku við sýningar á kvikmynda- hátíðunum í Rotterdam og Santa Barbara. Miðað við hversu góðar þessar myndir eru og hversu eftir- sóttar þær eru á alþjóðlegum kvikmynda hátíðum um heim allan er frekar leiðinlegt að ekki er hægt að ræða kvikmyndir og kvikmyndagerð á Íslandi á annan hátt en í tengslum við niðurskurð og áhrif hans á iðnaðinn. En það er kannski ekki skrítið að það verði aðalumræðuefnið þegar Kvikmyndasjóður var nýlega skorinn niður um fjörutíu pró- sent – í annað skipti á fjórum árum. „Það að gera mynd fyrir 320.000 manna þjóð [er] svolítið eins og að sýna bíómynd í jólaboði.“ Málmhaus Kvikmynd Ragnars Braga- sonar, með Þorbjörgu Helgu Þorgils dóttur, hefur hlotið mikla athygli á kvikmynda- hátíðinni í Toronto.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.