Kjarninn - 20.02.2014, Side 12

Kjarninn - 20.02.2014, Side 12
fái röskar 320 milljónir króna. Að meðtöldum almennum verðlags breytingum hækka útgjöld ríkissjóðs til kirkjumála um liðlega tvö hundruð milljónir króna á milli ára. Eins og að framan hefur verið rakið á enn eftir að skera úr um það fyrir dómstólum hvort umrædd gjaldtaka fyrir kirkjuvörslu standist lög. Á meðan er hins vegar ljóst að aðstandendur látinna eru rukkaðir um gjald sem samkvæmt Innanríkisráðuneytinu er ólögmætt. Það er ekki síst merki- legt fyrir þær sakir að eitt af verkefnum ráðuneytisins er að hafa umsjón með því að þjóðkirkjan og stofnanir hennar fari að lögum. Komi í ljós með tíð og tíma að niðurstaða dómstóla verði í samræmi við afstöðu Innanríkisráðuneytisins, að umrædd gjöld séu og hafi verið ólögmæt, liggur fyrir að í þúsund- um skipta hafa aðstandendur látinna greitt kirkjugörðum og sóknarkirkjum gjöld sem þeim bar engin skylda til að greiða. Ekki er um háa upphæð að ræða fyrir hvern og einn aðstandanda hverju sinni en sé upphæðin margfölduð með fjölda jarðarfara síðastliðin ár er um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem KGRP og sóknarkirkjurnar hafa haft af aðstand- endum með ólögmætum hætti. Margur hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum af minna tilefni. 06/06 neytendamál

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.