Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 11

Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 11
03/05 EfnahagsmáL Hámarksupphæð sem hver og einn getur fengið er fjórar milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu myndu um 90 pró- sent þeirra heimila sem áttu rétt til skuldaniðurfellingar ekki verða fyrir neinni skerðingu, þ.e. fá fulla upphæð þess sem „Leiðréttingin“ átti að veita þeim. Til frádráttar komu síðan fyrri aðgerðir sem gripið hafði verið til í skuldaniðurfellingum. Samkvæmt skýrslu hópsins sem vann aðgerðaráætlunina átti það bæði við um lögfest úrræði og úrræði sem sett höfðu verið á laggirnar samkvæmt sérstöku samkomulagi stjórnvalda og lánveitenda, sem skrif- að var undir á árinu 2010. Á meðal aðgerða sem falla undir það samkomulag var hin vel þekkta 110 prósent leið, sem skilaði tæplega tólf þúsund manns um 46 milljörðum króna í niðurfærslur, sérstök vaxtaniðurgreiðsla, sem skilaði 65.500 manns um 12,3 milljörðum króna, og útgreiddar vaxtabætur, sem skiluðu 37.400 manns 9,2 milljörðum króna, sértæk skuldaaðlögun, sem hafði skilað 824 7,3 milljörðum króna í lok árs 2012 og önnur minni úrræði. Landsbankinn gerði betur við sína Landsbankinn var, eins og önnur fjármálafyrirtæki, aðili að samkomulaginu sem var gert árið 2010 og vann eftir því fram eftir árinu 2011. Hann ákvað síðan að fara aðrar leiðir „og gera betur við viðskiptavini sína en samkomulagið gerði ráð fyrir“, eins og stendur í ársskýrslu bankans. 30 milljarðar króna í arð á tveimur árum Landsbankinn kynnti uppgjör sitt á þriðjudag. Þar kom fram að bankinn hagnaðist um 28,8 milljarða króna á árinu 2013. Samtals hefur hann hagnast um tæpa 110 milljarða króna frá því að bankinn var endurreistur á rústum fyrirrennara síns eftir bankahrunið. Alls nema eignir bankans 1.152 milljörðum króna og er hann stærsta fjármála- stofnun Íslands. Landsbankinn greiddi hluthöfum sínum, íslenska ríkinu, sem á 97,9 prósenta hlut, og starfsmönnum bankans, sem eiga 2,1 prósent, tíu milljarða króna í arð í fyrra vegna starfsemi ársins 2012. Í ár fá eigendurnir 20 milljarða króna í arð vegna frammistöðu bankans á síðasta ári. Það þýðir að starfsmenn bankans fá um 420 milljónir króna í arðgreiðslur í ár. Alls greiðir Landsbankinn 12,3 milljarða króna í tekju- og bankaskatta vegna ársins 2013. Það er 8,2 milljörðum krónum meira en árið áður. Ástæðan fyrir þessari miklu hækkun er einföld: gríðarleg hækkun á sérstökum bankaskatti sem notaður verður til að fjármagna skuldaniðurfellingar ríkis- stjórnarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.