Kjarninn - 06.03.2014, Side 80

Kjarninn - 06.03.2014, Side 80
03/05 LífsstíLL þegar veður gerast sérlega erfið. Auk þess er hann líklega með þunna vettlinga meðferðis til að hafa þegar veður er gott. Göngumaður er með vandaðan 30-35 lítra bakpoka meðferðis. Þar er varafatnaður, nesti í boxi og stálbrúsi með heitum drykk og vatnsflaska. Þar eru hálkubroddar, setmotta, legghlífar, sjónauki, myndavél, skíðagleraugu til nota í skafrenningi og hríð, sólgleraugu til varnar sól og eitt og annað smálegt sem nauðsynlegt getur talist. Göngumaður er líklega með vandaða göngustafi í höndum og GPS-tæki í vasanum. góðir skór lykilatriði Sá sem gengur inn í útivistarbúð og á ekkert af því sem hér er talið upp gæti gengið út 450-550 þúsund krónum fátækari. Rétt er að samt að hafa í huga að flest af því sem talið er upp hér að framan hefur langan endingartíma og þess vegna gefa flestir útivistarmenn sér góðan tíma til þess að eignast það sem þá langar í. Góðir skór eru fremst í röðinni yfir það sem nauðsynlegt er að eiga. Það skulu vera öflugir leðurskór, nokkuð stífir með góðum stuðningi við ökklann. Þess háttar skór eru til frá mjög mörgum framleiðendum en Scarpa og Meindl hafa mesta útbreiðslu á Íslandi. Sá sem á góða skó getur vel klætt af sér kulda með ýmiss konar fatnaði þótt hann sé ef til vill farinn út tísku. Heimaprjónaðir ullarvettlingar kosta lítið og flestir eiga lopapeysur sem eru hreint dásamlegur fatnaður því ullin heldur öllum sínum góðu eiginleikum hvað 1992 Höfundur í Landmanna- laugum vorið 1992 í áhuga- verðum samtíningi fatnaðar að leggja af stað á Lauga- veginn. Legghlífarnar eru heimasaumaðar.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.