Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 82
05/05 LífsstíLL
hún sýnir að viðkomandi er ekki byrjandi. Legghlífar frá
Tjaldborg á Akureyri upplitaðar af sól eru ekki bara góðar
legghlífar heldur líka tákn um reynslu og garpskap. Bakpoki
sem var einu sinni rauður en er nú fölbleikur og snjáður af
lamstri veðra og brenndur af sól gegnir hlutverki sínu en
staðfestir líka að eigandinn hefur víða farið.
Fjölmörg vörumerki í útivistarfatnaði fást á Íslandi og
sum þeirra með íslenska kennitölu, eins og 66N, ZO-On og
Cintamani. Hér eru einnig grónar verslanir sem selja merki
eins og The North Face, Marmot, Black Diamond, Scarpa,
Meindl, Ortovox, Garmin, Vango, Mammut, Mountain Hard-
ware, Haglöfs, Fjällräven, Karrimor og Arc‘teryx svo aðeins
fáein séu nefnd.
Ekki þarf mikla leit á neti til þess að komast að því að
margt af því sem framleitt er fyrir útivistarfólk og fjallgöngu-
menn hér og þar í heiminum sést aldrei á Íslandi. Það er þess
vegna ekki útilokað að fá megi úrvals fatnað í verslunum
erlendis þótt enginn hafi séð viðkomandi merki.
Kjarni þeirra skilaboða sem hér er reynt að senda ný-
græðingum í útivist er að vel er hægt að búa sig til fjalla
án þess að taka sérstakt lán til þeirra fjárfestinga. Best er
að byrja á skónum, síðan kemur þokkaleg úlpa og hlífðar-
buxur og síðan safnast smátt og smátt í sarp og fataskáp
göngugarpsins og hver og einn finnur hvað hentar honum
best.