Kjarninn - 06.03.2014, Síða 57
09/11 viðtaL
móðgandi nálgun
„Þessi nálgun er á stundum móðgandi og jafnvel niður-
lægjandi. Í mínu starfi get ég ómögulega hvatt til þess að
hönnuðir geri eitthvað án þess að fá greitt fyrir það. Ef
ég gerði það ætti að reka mig strax. Ríkið, sveitarfélög,
stofnanir og fyrirtæki eiga að sjálfsögðu að greiða eðlilegt
verð fyrir hönnun og auðvitað þjónustu allra listgreina
alveg eins og hvað annað sem keypt er. Ef þessir aðilar eru
að fá þjónustu frá þessum aðilum eiga þeir ekki að biðja um
hana ókeypis, það er bara vandræðalegt. Þessi hópur getur
gefið vinnu sína í góð málefni og hjálparstarf eins og aðrar
greinar.“
Því er oft haldið á lofti að bágstödd staða ríkissjóðs gefi
ekki svigrúm til þess að verja fé í hönnun á tilteknum verk-
efnum. Halla segir þetta af og frá. „Að fjárfesta í hönnun er
ekki aukinn kostnaður eins og rannsóknir sýna. Þvert á móti
geta verkefnin orðið hagkvæmari, betri og notendavænni.
Það er skammgóður vermir að spara á hönnunarliðum enda
er kostnaðurinn við hönnun oftast innan við 20% af kostnaði
við heildarframkvæmd verkefna. Að spara þar getur verið
dýrkeypt. Þetta sýnir skilningsleysi á þeim gæðum sem
hönnuðir og arkitektar geta komið með að borðinu. Þar að
auki verðum við auðvitað að stuðla að því að hér á Íslandi
sé jarðvegur fyrir ólík störf og nýútskrifuðum hönnuðum
sé gert kleift að vinna við það sem þeir menntuðu sig í. Við
erum að tala um mikilvægi þess að fjárfesta í grein sem gefur
af sér, og þannig er hún ekkert öðruvísi en aðrar atvinnu-
greinar. Til að mynda erlendir ferðamenn, þeir eru ekkert
síður að koma hingað til að upplifa íslenska list, menningu,
arkitektúr og annað sem einkennir okkur sem þjóð. Ég finn
fyrir skilningi núverandi stjórnvalda að styðja við hönnun í
orði, en ég á eftir að sjá hvort stuðningurinn er líka á borði.”
tala um skapandi greinar til að slá um sig
Halla segir stjórnmálamenn oft og tíðum slá um sig með
því að tala um mikilvægi skapandi greina. „Það er ágætt
og við höfum tekið virkan þátt í umræðunni um skapandi