Kjarninn - 06.03.2014, Side 74

Kjarninn - 06.03.2014, Side 74
01/04 pistiLL á rið 1907 bauðst gestum á gripasýningu í enska bænum Plymouth að taka þátt í eins konar happdrætti. Fyrirkomulag þess var raunar alvanalegt, en flestir hafa sennilega einhvern tímann tekið þátt í svipuðum leik. Á sýning- unni var stórt og stæðilegt naut á palli, en leikurinn fólst í því að geta upp á hversu þungur skrokkur nautsins yrði að slátrun þess lokinni. Um 800 gestir gripasýningarinnar, bæði sérfræðingar í nautgriparækt og leikmenn, tóku þátt og gerðu sitt besta til þess að hitta á réttu þyngdina, enda vegleg verðlaun í boði. Þegar í ljós kom að einn þátttakandinn hafði hitt skrambi nærri réttri þyngd skrokksins varð þó hvorki uppi fótur né fit; það er nánast óhjákvæmilegt að einhver grísi nálægt rétta svarinu þegar svo margir taka þátt, án þess að það segi endilega mikið um hæfileika þátttakendanna – ekki satt? Það merkilegasta við ágiskanir þeirra kom því ekki í gripasýningar og fjöldaspeki Hafsteinn Hauksson veltir fyrir sér Óskarsverðlaununum, fjöldaspeki hagfræðinnar og hvernig hún birtist okkur á markaði. pistiLL hafsteinn hauksson hagfræðingur kjarninn 6. mars 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.