Kjarninn - 06.03.2014, Side 88

Kjarninn - 06.03.2014, Side 88
05/06 vísindi í brennandi húsi yrði ég örugglega mjög feginn ef slökkvi- liðsmennirnir hefðu slíkan búnað. Auðvitað er líka hægt að láta sér detta í hug alls konar tilfelli þar sem hægt væri að misnota svona tækni. Við þurfum að ræða um þessa hluti til þess að hægt sé að setja um þetta lög og reglur. hver er framtíð þessarar tækni? getum við búist við að mannvélar gangi á meðal okkar í nánustu framtíð? Taugahreyfistoðtæki eru enn sem komið er ekki fáanleg á opnum markaði en meðferðarprófun eins og BrainGate- verkefnið lofar mjög góðu. Það að stjórna vélum með hugsun- um einum saman er ekki lengur bundið við vísindaskáldskap. Næstu skref eru að gera allan vélbúnað smærri í sniðum og gera tækjastillingu sjálfvirka þannig að hægt sé að treysta því að fólk geti stjórnað tækinu heima í stofu án þess að rannsakendur komi þar nálægt. Það er þegar búið að þróa þráðlausa senda þannig að boð frá heila geta borist til vélarinnar án þess að manneskjan þurfi að vera tengd við hana gegnum snúrur. Það á svo örugglega eftir að nota þessa tækni í bland við svokallaða starfræna vöðvaörvun (e. functional muscle stimulation) en þannig mætti endurtengja heila lamaðra við þeirra eigin vöðva og veita þeim aftur stjórn á eigin líkama. Mér finnst nokkuð líklegt að ég eigi eftir að sjá það gerast áður en ég dey að mænuskaddaðir endurheimti hreyfigetu og sjálfstæði sitt. Eins og ég lít á það er helsta markmiðið að þróa tækni sem bætir líf fólks. Nákvæmlega hvað í því felst getur verið mjög persónubundið. Fullt af heilbrigðu fólki gengst nú þegar undir skurðaðgerðir til þess eins að breyta útliti líkama síns. Reikna má með að ágræðsla gervilima og gerviskynfæra og annarra slíkra tækja eigi eftir að aukast til muna. þetta gæti allt gerst í nánustu framtíð, en hvað með fjarlæga framtíð? hvernig væri slíkt samfélag? Kannski verður það einhvern tíma þannig að við hættum að skilgreina okkur út frá líkama okkar og förum að skilgreina

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.