Kjarninn - 06.03.2014, Side 36

Kjarninn - 06.03.2014, Side 36
04/06 úkraína lengra í gær og líkti aðgerðum Pútíns við hernaðaríhlutanir Þýskalands Adolfs Hitler á fjórða áratug síðustu aldar. Aðrir leiðtogar stórra vestrænna iðnríkja hafa tekið undir gagnrýnina þótt viljinn til að ráðast í stórtækar viðskiptaþvinganir hafi kannski ekki verið jafn skýr og hjá Bandaríkjamönnum. merkel með heimahagsmuni á oddinum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi beint við Pútín á sunnudag og sagði eftir á að hann væri ekki í tengslum við raunveruleikann. Hún lagði til að Evrópusambandið fengi að senda nefnd til að taka út ástandið í Úkraínu, og á það félst Pútín. Þrátt fyrir þessa afstöðu sína hefur Merkel ekki viljað ganga svo langt að sparka Rússum út úr G8-félagsskapnum. Ástæðan er einföld: viðskiptaþvinganir gegn Rússum myndu bitna á þýskum efnahag. Að hluta til er skýringuna að finna í þeirri afstöðu Þjóðverja að viðskiptaþvinganir séu í flestum tilfellum slæmar, enda eru þeir mikil útflutningsþjóð. En aðal- ástæðu hennar er að finna í gríðar- legum innflutningi á olíu og gasi frá Rússlandi. Alls koma um 40 prósent af jarðgasi sem er flutt inn til Evrópu frá Rússlandi og þar er Þýskaland stærsti einstaki viðskiptavinurinn. Jarðgasið fer að miklu leyti til iðnframleiðenda og því gæti það haft mikil efnahagsleg áhrif á Þjóðverja ef skrúfað yrði fyrir það. rússar hóta á móti Pútín kom fram í sjónvarpsávarpi á þriðjudag og sagði þar uppreisn- ina í Úkraínu, sem hrakti Viktor Janúkóvitsj af forsetastóli og í felur til Rússlands, vera hreint valdarán. Hann sagði auk þess nasista og áhætta Pútín hefur verið brattur í yfirlýsingum vegna Úkraínu. Mikið er undir og hann þarf ugglaust að klóra sér oft í hausnum á næstunni yfir viðbrögðum Vesturvelda.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.