Kjarninn - 06.03.2014, Side 40
01/01 sjö spUrningar
Hvað á að gera um helgina?
Ég ætla út að ganga með hundinn,
eiga gæðatíma með elskunni
minni og hitta barnabörnin með
foreldrum sínum. Jú annars, í
dagbókinni stendur Bláskjár í
Borgarleikhúsinu eftir Tyrfing vin
minn. Jibbí.
Hvaða bíómynd er í uppáhaldi
hjá þér?
Guðfaðirinn I, II og III. Bæði af því
að sagan er í þremur hlutum og
endist skemmtilegan laugardag og
svo er hún líka fullkomin afhjúpun
á eðli valds, sem alltaf fer illa með
alla að lokum.
Hvaða hljómplata kemur þér
alltaf í stuð?
Hljómsveit Ingimars Eydal í botni
er ennþá Sjallinn minn og sendir
mig 30 ár aftur í tímann.
Hvað finnst þér um þau áform
stjórnvalda að draga aðildar-
umsóknina að ESB til baka?
Ég er algerlega ósammála öllum
ákvörðunum sem skapa úlfúð
og ágreining og vil sjá þetta mál
og margfalt fleiri koma til okkar,
fólksins í landinu, en við erum
mörg hver ágætlega í meðalgreind
og treystandi fyrir málum. Slík
afgreiðsla er sú eina sem sættir
stríðandi öfl.
Hvaða gildum er mikilvægast að
innræta börnum á uppvaxtar-
árunum?
Að treysta á sína innri konu eða
mann, hvað sem hver segir, en að
muna alltaf að öllu sem lifir ber
virðing og kærleikur. Sem sagt
einstaklingurinn í félagshyggju-
samhengi.
Hvernig verður sumarið?
Ég er fyrir löngu búin að ákveða að
það verði dásamlegt.
Af hverju hefur þú helst
áhyggjur í íslensku samfélagi?
Neikvæðni, virðingarleysi, böggi
og slúðri sem hefur ekkert skánað
við að verða rafrænt. Þröskuldur-
inn hefur lækkað í því sem við
segjum um fólk og við fólk, við
dæmum án þess að hika og
ráðumst á aðra, sem er framkoma
sem við vildum ekki fá á okkur sjálf
– þetta getur raunverulega farið
með okkur til andskotans.
sjö spUrningar
margrét pála ólafsdóttir
fræðslustjóri hjá Hjallastefnunni
01/01 sjö sPURNINGAR kjarninn 6. mars 2014