Kjarninn - 06.03.2014, Side 72

Kjarninn - 06.03.2014, Side 72
02/02 áLit Þetta vekur líka spurningar um eðlið og óeðlið sem þessir einstaklingar virðast hafa á heilanum. Er ekki hreint og klárt óeðli að dæma fólk í lífstíðarfangelsi fyrir það eitt að elska? Má ekki líka telja það til óeðlis að dæma móður eða föður í fangelsi fyrir að upplýsa ekki yfirvöld um ástartilfinningar barnanna sinna? Við hvað eru þessir sendiboðar hatursins svona hræddir? Þegar lönd eins og Úganda fá að komast upp með það að setja þvílík ólög á hinsegin fólk mun þessi hatursáróður ber- ast víða. Fordæmið er sett og mun setja hrinu harmleikja af stað. Ástandið mun versna. Nú þegar hefur forseti Simbabve, Robert Mugabe, hótað að setja sambærileg lög í sínu heimalandi. Það ætti ekki að koma á óvart því Mugabe hefur ekki sparað stóru orðin þegar kemur að hinsegin fólki. Hatrið er yfirgengilegt. Óskiljanlegt. Það er kominn tími til að standa upp og láta systkini okkar í Úganda, Nígeríu og Simbabve vita að þau eru ekki ein. Þau eru ekki gleymd, heldur erum við að safna kröftum og viljum koma að því að styðja baráttu þeirra fyrir mannréttindum þeirra. Við vitum hverju baráttan hefur skilað hér heima. Við verðum líka að muna að hér er um líf einstaklinga að ræða. Þetta er ekki bara einhver „hópur“ út í bæ. Þetta eru raunverulegar manneskjur. Þau bera nöfn. Þetta gætu verið börnin þín, foreldrar þínir, frændi, frænka eða vinur. Við hvetjum alla til að mæta á Tónleika með tilgang í Hörpu á fimmtudagskvöld. Mætið með fjölskylduna og njótið þess að hlýða á Siggu Beinteins og Stjórnina, Sykur, Pál Óskar, Retro Stefson, Bjarna Snæbjörnsson og Siggu Eyrúnu. Saman skulum við senda þau skilaboð til Museveni, Pútín, Mugabe og annarra stjórnarherra að hatursáróður þeirra og mannréttindabrot séu óásættanleg. Stöndum með vinum okkar í Úganda og réttindum þeirra til lífs. Að lokum hvetjum við alla til að ganga í Amnesty International og Samtökin 78. Stöndum með mannréttindum. „Má ekki líka telja það til óeðlis að dæma móður eða föður í fangelsi fyrir að upplýsa ekki yfirvöld um ástartilfinningar barnanna sinna?“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.