Kjarninn - 06.03.2014, Blaðsíða 64
03/04 áLit
dómsmálið
Fyrir héraðsdómi krafðist F þess að sjálfskuldarábyrgð hans
yrði ógilt með dómi. Byggði F m.a. á því að niðurstöður
greiðslumatsins frá 13. febrúar 2008 hefðu verið rangar. S
hefði verið á mörkunum með að standast greiðslumat vegna
fyrstu afborgana sem voru eingöngu vextir og kostnaður og
þegar afborgarnir af höfuðstól hefðu bæst við hefði S engan
veginn staðist greiðslumat og niðurstaða þess því átt að vera
neikvæð. Í munnlegri skýrslugjöf fyrir dómi sagði F það ljóst
að enda þótt hann hefði samþykkt að taka á sig ábyrgð á
láninu hefði áhætta hans í þeim efnum skipt máli. Þar sem
matið hefði verið jákvætt upp á 1.101 krónu hefði hann tekið
áhættuna. Öðru máli hefði gegnt ef þetta hefði skipt þúsund-
um króna. F taldi enn fremur að þar sem Kaupþing hefði ekki
kynnt honum að S kæmi ekki til með að geta staðið við skuld-
bindingar sínar skv. skuldabréfinu hefði Kaupþing brugðist
skyldum sínum samkvæmt samkomulagi um notkun ábyrgða
á skuldum einstaklinga frá 1. nóvember 2001, nánar tiltekið
3. mgr. 4. gr. samkomulagsins sem kvæði á um að tryggja
skyldi að ábyrgðarmaður gæti kynnt sér niðurstöðu greiðslu-
mats áður en hann gengist í sjálfskuldarábyrgð. Jafnframt að
ef niðurstaða greiðslumats benti til þess að greiðandi gæti
ekki efnt skuldbindingar sínar, en ábyrgðarmaður óskaði
engu að síður eftir því að lán yrði veitt, skyldi hann staðfesta
það skriflega.
Í ljósi alls þessa taldi F að ógilda ætti með dómi
sjálfskuldarábyrgð hans með vísan til 36. gr. laga nr. 7/1936
um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Ákvæði 36.
gr. hljóðar svo:
Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða
breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri við-
skiptavenju að bera hann fyrir sig, sbr. þó 36. gr. c. Hið sama
á við um aðra löggerninga.
Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu
samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem
síðar komu til.
Arion mótmælti öllum málsástæðum F og taldi að F hefði