Kjarninn - 06.03.2014, Side 55
07/11 viðtaL
Eilíf barátta að opna augu stjórnvalda
Halla segir samstarfið við stjórnvöld hafa gengið upp og ofan
en í heildina hafi náðst árangur, sérstaklega með tilliti til
efnahagsástandsins undanfarin ár. „Sem framkvæmdastjóri
Hönnunarmiðstöðvarinnar hef ég þurft að taka marga slagi
og mér finnst við þurfa að sanna okkur aftur og aftur og
stöðugt vera að útskýra sérstöðu okkar. Það fer óhemju-
mikil orka í þetta en það er auðvitað mjög mikilvægur hluti
af þessu starfi. Þetta er stöðug áskorun og margir sigrar
að vinna. Minn bakgrunnur er úr einkageira og ég held að
stjórnkerfið hér á landi sé ekki alveg nógu skilvirkt, þar er
hugsað til of skamms tíma og að sumu leyti er erfitt fyrir
nýjar greinar að fá framgang meðan það
er svo erfitt að ná athygli. Stjórn kerfið
þarf að vera stöðugt en á sama tíma
dýnamískt eins og hvert annað fyrirtæki.“
„Um okkur er ekkert pólítískt ósætti,
allir vilja okkur vel og margir hafa áhuga
á þessum greinum. En það er barátta að
opna augu stjórnvalda fyrir mikilvægi þess að ríkið gangi á
undan með góðu fordæmi og fjárfesti í geiranum, við eigum
að hætta að tala um styrki. Við eigum marga unga hönnuði
og ung hönnunarfyrirtæki sem eru að reyna að koma undir
sig fótunum en það er allt of lítið fjármagn í boði og þetta
gerist ekki án þess. Fjárfestar fjárfesta ekki í verkefnum á
grasrótarstigi því þar er mikil áhætta. Þetta eru ekki styrkir
því þetta er fjárfesting sem mun skila sér til baka í störfum
og skattfé og ef vel tekst til í betra, skemmtilegra og jafnvel
fallegra samfélagi. Sem er ekki lítils virði fyrir okkur öll.“
„Ríkið fjárfestir í mörgum geirum, svo sem orkugeira,
sjávarútvegi og landbúnaði, og þar eru um verulegar upp-
hæðir að ræða af okkar sameiginlega skattfé. Þetta er
yfirleitt mjög þolinmótt fjármagn. Ekki man ég til þess að
uppbygging og fjárfesting ríkisins til dæmis í orkuiðnaði sé
kölluð styrkir áður en fjárfestingin er farin að skila sér. Við
þurfum það sama í skapandi greinum, en þar skila miklu
minni fjárfestingar sér hratt til baka til samfélagins. Vandinn
„Um okkur er ekkert pólítískt
ósætti, allir vilja okkur
vel og margir hafa áhuga
á þessum greinum.“